Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 11:45 Bó veit hvað hann syngur en menn ættu ekki að gleyma hinum þaulreynda Júróvisjónbardagakappa, Valla sport. Valgeir Magnússon aka Valli sport segir „gamla fólkið“ kjósa Svölu en „unga fólkið“ Aron Hannes. Mikill hiti er að færast í leikinn. Valli er með Aron Hannes á sínum snærum og er að kljást við sjálfan Bó, föður Svölu, á bak við tjöldin. En þar ólgar allt og kraumar. Í fljótu bragði virðist sem Svala Björgvinsdóttir sé þegar búin að vinna í undankeppina hér heima hvar sjö lög munu bítast um að komast til Úkraínu hvar Júróvisjón-keppnin verður haldin ár. Svala er vinsælust á YouTube-rás RUV en DV greinir frá þessu undir fyrirsögninni „Svala langvinsælust af þeim sem komin eru í úrslit“. Vefurinn efnir jafnframt til eigin könnunar sem snýr að vinsældum keppenda og þar er Svala með tæp 60 prósent atkvæða meðan Aron Hannes er með 15. Daði Freyr er með 16.Valli gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Vísir hafði samband við Valla og spurði hann einfaldlega hvort þetta væri ekki bara búið? Er Svala ekki búin að vinna þetta? Geturðu ekki bara farið að pakka saman? „Nei. Mér sýnist á öllu að gamla fólkið ætli að kjósa Svölu og unga fólkið ætli að kjósa Aron Hannes. Ef marka má vinsældalista útvarpsstöðvanna,“ segir Valli sem er grjótharður á því að þarna sé verið að draga upp skakka mynd. Valli bendir á vinsældalista útvarpsstöðvanna til marks um að þarna takist þeir eldri á við þá yngri. Á Bylgjunni er Svala í 4. sæti en Aron Hannes í því 17. Á K100 snýst þetta algjörlega við þar sem Aron Hannes er í 4. sæti en Svala í því 17. Á FM 957 er Aron Hannes svo í 3. sæti vinsældarlistans en Svala Björgvinsdóttir kemst ekki inn á lista. „Ef skoðuð er hlustun á Spotify þá er Aron Hannes með heldur meiri vinsældir en Svala. Þetta verður spennandi barátta næsta laugardag,“ segir Valli sem er langt í frá búinn að gefast upp.Bó að baki SvöluAð baki Svölu stendur hin þaulreyndi Björgvin Halldórsson, sjálfur Bó og hann vinnur að sigri sinnar dóttur, til að mynda á samfélagsmiðlum þar sem hann hvetur fólk til að styðja Svölu. Enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að Bó viti hvað hann er að gera í þessum efnum: Bó kann sitt fag? „Jájá, við erum alla veganna báðir að akítera fyrir okkar kandídat. Hið skemmtilega við þessa keppni er að oftast skera tvö atriði sig úr og þetta verður barátta á milli þeirra. Nú er Björgvin að tala um að fólk eigi að passa sig á því að kjósa reynslu. Sem er ágætt, því þó Aron Hannes sé 19 ára þá er hann gríðarlega reynslumikill. Sennilega sá reyndasti í að keppa í söng af þeim sem eru í úrslitum,“ segir Valli og þylur upp feril síns manns. „Það var Björgvin Halldórsson sem uppgötvaði Aron Hannes þegar hann sigraði í Jólastjörnu Björgvins, þá var hann bara 14 ára.“Valli þaulreyndur í Júróvisjónvafstri Það er sem sagt mikill hiti að tjaldabaki og víst að Valli gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Fáir eru eins reyndir og hann í þeim efnum. Valli tók fyrst þátt sem maðurinn að baki Mercedes Club. Og hefur síðan verið viðloðandi keppnina með einum hætti eða öðrum. Hann var með Heru Björk á sínum snærum í keppninni 2010. „Síðan var ég með 2013 en þá var ég með Eyþór Inga og þá unnum við. Og svo aftur 2014 með Pollapönk sem sigraði. Svo hef ég ekki verið með síðustu tvö ár. Svo hef ég oft unnið með þeim sem sigra, eftir undankeppnina. Sko, ég tek ekki að mér atriði nema ég virkilega trúi á lagið og söngvarann. Og fái að hafa um það að segja,“ segir Valli hvergi nærri af baki dottinn. Eurovision Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Valgeir Magnússon aka Valli sport segir „gamla fólkið“ kjósa Svölu en „unga fólkið“ Aron Hannes. Mikill hiti er að færast í leikinn. Valli er með Aron Hannes á sínum snærum og er að kljást við sjálfan Bó, föður Svölu, á bak við tjöldin. En þar ólgar allt og kraumar. Í fljótu bragði virðist sem Svala Björgvinsdóttir sé þegar búin að vinna í undankeppina hér heima hvar sjö lög munu bítast um að komast til Úkraínu hvar Júróvisjón-keppnin verður haldin ár. Svala er vinsælust á YouTube-rás RUV en DV greinir frá þessu undir fyrirsögninni „Svala langvinsælust af þeim sem komin eru í úrslit“. Vefurinn efnir jafnframt til eigin könnunar sem snýr að vinsældum keppenda og þar er Svala með tæp 60 prósent atkvæða meðan Aron Hannes er með 15. Daði Freyr er með 16.Valli gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Vísir hafði samband við Valla og spurði hann einfaldlega hvort þetta væri ekki bara búið? Er Svala ekki búin að vinna þetta? Geturðu ekki bara farið að pakka saman? „Nei. Mér sýnist á öllu að gamla fólkið ætli að kjósa Svölu og unga fólkið ætli að kjósa Aron Hannes. Ef marka má vinsældalista útvarpsstöðvanna,“ segir Valli sem er grjótharður á því að þarna sé verið að draga upp skakka mynd. Valli bendir á vinsældalista útvarpsstöðvanna til marks um að þarna takist þeir eldri á við þá yngri. Á Bylgjunni er Svala í 4. sæti en Aron Hannes í því 17. Á K100 snýst þetta algjörlega við þar sem Aron Hannes er í 4. sæti en Svala í því 17. Á FM 957 er Aron Hannes svo í 3. sæti vinsældarlistans en Svala Björgvinsdóttir kemst ekki inn á lista. „Ef skoðuð er hlustun á Spotify þá er Aron Hannes með heldur meiri vinsældir en Svala. Þetta verður spennandi barátta næsta laugardag,“ segir Valli sem er langt í frá búinn að gefast upp.Bó að baki SvöluAð baki Svölu stendur hin þaulreyndi Björgvin Halldórsson, sjálfur Bó og hann vinnur að sigri sinnar dóttur, til að mynda á samfélagsmiðlum þar sem hann hvetur fólk til að styðja Svölu. Enginn ætti að þurfa að velkjast í vafa um að Bó viti hvað hann er að gera í þessum efnum: Bó kann sitt fag? „Jájá, við erum alla veganna báðir að akítera fyrir okkar kandídat. Hið skemmtilega við þessa keppni er að oftast skera tvö atriði sig úr og þetta verður barátta á milli þeirra. Nú er Björgvin að tala um að fólk eigi að passa sig á því að kjósa reynslu. Sem er ágætt, því þó Aron Hannes sé 19 ára þá er hann gríðarlega reynslumikill. Sennilega sá reyndasti í að keppa í söng af þeim sem eru í úrslitum,“ segir Valli og þylur upp feril síns manns. „Það var Björgvin Halldórsson sem uppgötvaði Aron Hannes þegar hann sigraði í Jólastjörnu Björgvins, þá var hann bara 14 ára.“Valli þaulreyndur í Júróvisjónvafstri Það er sem sagt mikill hiti að tjaldabaki og víst að Valli gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Fáir eru eins reyndir og hann í þeim efnum. Valli tók fyrst þátt sem maðurinn að baki Mercedes Club. Og hefur síðan verið viðloðandi keppnina með einum hætti eða öðrum. Hann var með Heru Björk á sínum snærum í keppninni 2010. „Síðan var ég með 2013 en þá var ég með Eyþór Inga og þá unnum við. Og svo aftur 2014 með Pollapönk sem sigraði. Svo hef ég ekki verið með síðustu tvö ár. Svo hef ég oft unnið með þeim sem sigra, eftir undankeppnina. Sko, ég tek ekki að mér atriði nema ég virkilega trúi á lagið og söngvarann. Og fái að hafa um það að segja,“ segir Valli hvergi nærri af baki dottinn.
Eurovision Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira