Til að mynda hafa nokkrar milljónir horft á flutning Gabbani á lokakvöldinu í forkeppni Ítala á YouTube og eru Íslendingar einnig mjög hrifnir af laginu.
Á lokakvöldinu mátti sjá górillu koma inn á sviðið og taka virkan þátt í atriðinu með Gabbani. Þá hefur lagið fengið um fimmtíu milljónir áhorfa á YouTube-síðu hans.
Hér að neðan má sjá myndband af flutningnum.