Allir í stjórninni sammála um að nota Svarta Péturs regluna og hleypa Hildi áfram Guðný Hrönn skrifar 7. mars 2017 10:45 Skarphéðinn lofar heljarinnar keppni á laugardaginn. Vísir/Stefán „Að rækilega ígrunduðu máli var það samdóma álit framkvæmdastjórnar og dagskrárstjóra að hleypa Hildi og laginu hennar áfram. Þar liggja margar ástæður að baki, m.a. sem tengjast dagskrárgerðinni, faglegu mati framkvæmdastjórnar á heildarsvip keppninnar og framvindu hennar, frammistöðu umrædds keppanda og höfundar til þessa, möguleikum í úrslitunum, niðurstöðum símakosninga í undanúrslitum o.fl.,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, spurður út í þá ákvörðun að hleypa söngkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur með lagið Bammbaramm í gegn í keppninni þó að hún hafi ekki verið kosin áfram í fyrri undankeppninni. Þess má geta að í framkvæmdastjórninni eru þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Birna Ósk Hansdóttir framleiðslustjóri, Helgi Jóhannesson pródúsent og Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri keppninnar. Eftir fyrri undankeppnina sendi Hildur formlega kvörtun frá sér og kvartaði undan hljóðblöndun. Í kjölfarið skapaðist mikil umræða og margir tóku undir með Hildi og sögðu lag hennar ekki hafa notið sín nægilega vel í útsendingunni. En Hildur og aðdáendur hennar ættu að geta andað rólega því að sögn Skarphéðins munu öll lögin sem keppa í lokakeppninni á laugardaginn njóta sín í botn. „Við leggjum að sjálfsögðu nótt við dag og kappkostum að öll framkvæmd keppninnar; flutningurinn, viðburðurinn, umgjörðin og útsendingin á laugardaginn verði eins og best verður á kosið. Ekki bara það, heldur getum við fullum fetum lofað glæsilegri sýningu þar sem lögin sjö fá að njóta sín sem aldrei fyrr, bæði hljóð og mynd,“ segir Skarphéðinn sem lofar heljarinnar sýningu. „Og svo má ekki gleyma sænska Måns Zelmerlöw sem mun taka sigurlagið sitt „Heroes“ auk þess sem sigurvegarinn frá því í fyrra, Greta Salóme, mun bjóða upp á glæsilegt upphafsatriði.“Hildur mun keppa í lokakeppni Söngvakeppninnar á laugardaginn og spennan magnast.En þetta er ekki í fyrsta sinn sem gripið er til svokallaðrar Svarta Péturs reglu í Söngvakeppninni, þ.e. þegar einu aukalagi er hleypt áfram í úrslitin, til viðbótar við þau sex sem komast áfram í kosningunni. „Þetta hefur komið fyrir þrisvar sinnum áður síðan reglan var innleidd árið 2013, en það var árin 2013, 2014 og 2015. Í fyrra var ákveðið að ekkert lag færi áfram sem Svarti Pétur, enda áskilur framkvæmdastjórn keppninnar sér rétt til að ákveða hvort hún velur sjöunda lagið áfram sem Svarta Pétur eða ekki, eftir því sem framkvæmdastjórn sér ástæðu til hverju sinni,“ útskýrir Skarphéðinn. „Það er skýrt kveðið á um Svarta Pétur í reglum um Söngvakeppnina, að til þess geti komið að sjöunda lagi kunni að vera veitt brautargengi með þessum hætti og því eru væntanlega allir keppendur meðvitaðir og undir þetta búnir allt frá byrjun.“ Hildur var að vonum himinlifandi yfir að komast áfram í lokakeppnina að sögn Skarphéðins. „Hildur tók þessum óvæntu tíðindum að sjálfsögðu fagnandi og okkur heyrist á öllu að hún ætli sér stóra hluti á laugardag.“„Alveg tvímælalaust,“ segir Skarphéðinn aðspurður hvort það ríki óvenju mikil spenna yfir keppninni þetta árið. „Keppnin í ár er ekki einasta einhver sú allra sterkasta í lengri tíma, heldur er hún óvenju jöfn og óvenju mörg lög sem gætu farið alla leið og unnið keppnina. Við spáðum þessu fyrir fram þegar lögin 12 lágu fyrir. Nú þegar þessi sjö ólíku lög eru eftir bendir allt til þess að lokakvöldið verði eitthvert það allra mest spennandi í sögu keppninnar. Það sjáum við ekki bara á símakosningunni, sem hefur verið áberandi góð til þessa, heldur einnig á aðsókninni, en uppselt var á bæði undanúrslitakvöldin. Svo hefur umfjöllun í fjölmiðlum og áhuginn á samfélagsmiðlum verið með mesta móti, sem segir alltaf heilmikið um áhugann á keppninni og þeim lögum sem keppa um að komast til Kænugarðs í maí. Eitt er víst að það er ómögulegt að spá um úrslit og stuðningsmenn laganna verða að hafa sig mjög í frammi svo að þeirra lag fari alla leið.“ Eurovision Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
„Að rækilega ígrunduðu máli var það samdóma álit framkvæmdastjórnar og dagskrárstjóra að hleypa Hildi og laginu hennar áfram. Þar liggja margar ástæður að baki, m.a. sem tengjast dagskrárgerðinni, faglegu mati framkvæmdastjórnar á heildarsvip keppninnar og framvindu hennar, frammistöðu umrædds keppanda og höfundar til þessa, möguleikum í úrslitunum, niðurstöðum símakosninga í undanúrslitum o.fl.,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, spurður út í þá ákvörðun að hleypa söngkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur með lagið Bammbaramm í gegn í keppninni þó að hún hafi ekki verið kosin áfram í fyrri undankeppninni. Þess má geta að í framkvæmdastjórninni eru þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Birna Ósk Hansdóttir framleiðslustjóri, Helgi Jóhannesson pródúsent og Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri keppninnar. Eftir fyrri undankeppnina sendi Hildur formlega kvörtun frá sér og kvartaði undan hljóðblöndun. Í kjölfarið skapaðist mikil umræða og margir tóku undir með Hildi og sögðu lag hennar ekki hafa notið sín nægilega vel í útsendingunni. En Hildur og aðdáendur hennar ættu að geta andað rólega því að sögn Skarphéðins munu öll lögin sem keppa í lokakeppninni á laugardaginn njóta sín í botn. „Við leggjum að sjálfsögðu nótt við dag og kappkostum að öll framkvæmd keppninnar; flutningurinn, viðburðurinn, umgjörðin og útsendingin á laugardaginn verði eins og best verður á kosið. Ekki bara það, heldur getum við fullum fetum lofað glæsilegri sýningu þar sem lögin sjö fá að njóta sín sem aldrei fyrr, bæði hljóð og mynd,“ segir Skarphéðinn sem lofar heljarinnar sýningu. „Og svo má ekki gleyma sænska Måns Zelmerlöw sem mun taka sigurlagið sitt „Heroes“ auk þess sem sigurvegarinn frá því í fyrra, Greta Salóme, mun bjóða upp á glæsilegt upphafsatriði.“Hildur mun keppa í lokakeppni Söngvakeppninnar á laugardaginn og spennan magnast.En þetta er ekki í fyrsta sinn sem gripið er til svokallaðrar Svarta Péturs reglu í Söngvakeppninni, þ.e. þegar einu aukalagi er hleypt áfram í úrslitin, til viðbótar við þau sex sem komast áfram í kosningunni. „Þetta hefur komið fyrir þrisvar sinnum áður síðan reglan var innleidd árið 2013, en það var árin 2013, 2014 og 2015. Í fyrra var ákveðið að ekkert lag færi áfram sem Svarti Pétur, enda áskilur framkvæmdastjórn keppninnar sér rétt til að ákveða hvort hún velur sjöunda lagið áfram sem Svarta Pétur eða ekki, eftir því sem framkvæmdastjórn sér ástæðu til hverju sinni,“ útskýrir Skarphéðinn. „Það er skýrt kveðið á um Svarta Pétur í reglum um Söngvakeppnina, að til þess geti komið að sjöunda lagi kunni að vera veitt brautargengi með þessum hætti og því eru væntanlega allir keppendur meðvitaðir og undir þetta búnir allt frá byrjun.“ Hildur var að vonum himinlifandi yfir að komast áfram í lokakeppnina að sögn Skarphéðins. „Hildur tók þessum óvæntu tíðindum að sjálfsögðu fagnandi og okkur heyrist á öllu að hún ætli sér stóra hluti á laugardag.“„Alveg tvímælalaust,“ segir Skarphéðinn aðspurður hvort það ríki óvenju mikil spenna yfir keppninni þetta árið. „Keppnin í ár er ekki einasta einhver sú allra sterkasta í lengri tíma, heldur er hún óvenju jöfn og óvenju mörg lög sem gætu farið alla leið og unnið keppnina. Við spáðum þessu fyrir fram þegar lögin 12 lágu fyrir. Nú þegar þessi sjö ólíku lög eru eftir bendir allt til þess að lokakvöldið verði eitthvert það allra mest spennandi í sögu keppninnar. Það sjáum við ekki bara á símakosningunni, sem hefur verið áberandi góð til þessa, heldur einnig á aðsókninni, en uppselt var á bæði undanúrslitakvöldin. Svo hefur umfjöllun í fjölmiðlum og áhuginn á samfélagsmiðlum verið með mesta móti, sem segir alltaf heilmikið um áhugann á keppninni og þeim lögum sem keppa um að komast til Kænugarðs í maí. Eitt er víst að það er ómögulegt að spá um úrslit og stuðningsmenn laganna verða að hafa sig mjög í frammi svo að þeirra lag fari alla leið.“
Eurovision Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira