Ekki ráðist í framkvæmdir á brautinni fyrr en 2019 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 19:42 Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.” Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.”
Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07