Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 06:00 Mynd/KSÍ Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu í dag en fyrsti mótherjinn er firnasterkt lið Noregs. Noregur er í ellefta sæti heimslistans, níu sætum fyrir ofan Ísland, og hefur verið stórveldi í Evrópu um margra ára skeið. Hinir leikirnir tveir í riðlakeppninni eru á móti Japan, sem spilaði til úrslita á HM í Kanada fyrir tveimur árum, og svo Spánn sem er eitt best spilandi lið Evrópu. Algarve-mótið er einn stærsti liður stelpnanna í undirbúningi fyrir EM 2017 í Hollandi í sumar en nú styttist með hverjum degi í stóru stundina.Mismunandi hlutverk „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna á þessu móti. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endilega mismunandi leikstöður heldur fá mismunandi ábyrgð og er spenntur að sjá hvernig leikmenn bregðast við því að fá stærra hlutverk en áður,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Stelpurnar prófuðu sig áfram með 3-5-2 leikkerfið á móti í Kína í vetur og það verður einnig notað núna. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur. Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ segir Freyr.Mynd/KSÍNú er að grípa gæsina Byrjunarlið Íslands var mjög fastmótað í undankeppni EM í Hollandi og virtust engar dyr standa opnar fyrir stelpurnar sem biðu þolinmóðar en hungraðar á varamannabekknum. Nú eru aftur á móti skörð höggvin í liðið vegna meiðsla Dagnýjar Brynjarsdóttur (sem eru ekki alvarleg), Margrétar Láru Viðarsdóttur (var í aðgerð) og Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er fótbrotin. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa Þorsteinsdóttir átti svo barn fyrir sólarhring þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir Freyr, en hefur hann verið að predika fyrir leikmönnum að nýta ferðina til að koma sér í liðið? „Ég held ég þurfi ekki beint að segja það. Stelpurnar eru klárar.“Engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr „hefðbundnu“ byrjunarliði Íslands undanfarin misseri byrja leikinn í dag. Ungar stelpur og aðrar sem hafa beðið eftir tækifæri til að fá að láta ljós sitt skína. „Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr sem gefur til dæmis Eyjastúlkunni Sigríði Láru Garðarsdóttur tækifæri í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur. „Mig langar að sjá hvort hún geti fyllt í skarð Dagnýjar er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á Algarve-mótinu í dag en fyrsti mótherjinn er firnasterkt lið Noregs. Noregur er í ellefta sæti heimslistans, níu sætum fyrir ofan Ísland, og hefur verið stórveldi í Evrópu um margra ára skeið. Hinir leikirnir tveir í riðlakeppninni eru á móti Japan, sem spilaði til úrslita á HM í Kanada fyrir tveimur árum, og svo Spánn sem er eitt best spilandi lið Evrópu. Algarve-mótið er einn stærsti liður stelpnanna í undirbúningi fyrir EM 2017 í Hollandi í sumar en nú styttist með hverjum degi í stóru stundina.Mismunandi hlutverk „Það er ýmislegt sem við viljum fá fram núna á þessu móti. Það er þröngt spilað á fáum dögum og margir topp leikir. Við munum, eins og áður, rúlla á liðinu og ég mun setja leikmenn í mismunandi hlutverk. Ekki endilega mismunandi leikstöður heldur fá mismunandi ábyrgð og er spenntur að sjá hvernig leikmenn bregðast við því að fá stærra hlutverk en áður,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Stelpurnar prófuðu sig áfram með 3-5-2 leikkerfið á móti í Kína í vetur og það verður einnig notað núna. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur. Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ segir Freyr.Mynd/KSÍNú er að grípa gæsina Byrjunarlið Íslands var mjög fastmótað í undankeppni EM í Hollandi og virtust engar dyr standa opnar fyrir stelpurnar sem biðu þolinmóðar en hungraðar á varamannabekknum. Nú eru aftur á móti skörð höggvin í liðið vegna meiðsla Dagnýjar Brynjarsdóttur (sem eru ekki alvarleg), Margrétar Láru Viðarsdóttur (var í aðgerð) og Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er fótbrotin. „Þarna eru þrjár stöður strax sem hægt er að berjast um. Auðvitað er Margrét á löppum og vonandi nær hún fullum styrk. Harpa Þorsteinsdóttir átti svo barn fyrir sólarhring þannig hún gæti orðið klár. Hinar stelpurnar geta gripið gæsina. Þær fá tækifæri til þess. Það eru mörg teikn á lofti um að leikmenn ætli sér að grípa gæsina. Ég sé það alveg á æfingum og á leikjunum sem þær hafa verið að spila heima,“ segir Freyr, en hefur hann verið að predika fyrir leikmönnum að nýta ferðina til að koma sér í liðið? „Ég held ég þurfi ekki beint að segja það. Stelpurnar eru klárar.“Engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr „hefðbundnu“ byrjunarliði Íslands undanfarin misseri byrja leikinn í dag. Ungar stelpur og aðrar sem hafa beðið eftir tækifæri til að fá að láta ljós sitt skína. „Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr sem gefur til dæmis Eyjastúlkunni Sigríði Láru Garðarsdóttur tækifæri í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur. „Mig langar að sjá hvort hún geti fyllt í skarð Dagnýjar er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn