Vildi stöðva sölu á 45% í Ölgerðinni Haraldur Guðmundsson skrifar 1. mars 2017 07:30 Sala á eignarhlutnum í Ölgerðinni var undirrituð um miðjan október. Þann sama dag var synjun á lögbannsbeiðninni tekin fyrir í héraði. Vísir/Anton Stór hluthafi í Ölgerðinni fór í október fram á að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á sölu á 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sýslumaðurinn hafnaði því og fjórum dögum síðar barst fjölmiðlum tilkynning um sölu á 69 prósentum í Ölgerðinni. Þann sama dag var synjun sýslumanns tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og í desember staðfesti Hæstiréttur að salan, sem Samkeppniseftirlitið hefur ekki enn samþykkt, yrði ekki stöðvuð með lögbanni.Vildi hætta við Samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem féll þann 8. desember og birtist þá ekki á forsíðu heimasíðu dómstólsins, kærði ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu félagsins um að ákvörðun sýslumannsins yrði felld úr gildi. ET Sjón er einn þriggja hluthafa Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni þann 16. október. Félag Eiríks á 28,24 prósenta hlut í Þorgerði eða tæp þrettán prósent í fyrirtækinu. Eignarhaldsfélagið Þorgerður var stofnað í október 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Auður 1 fjárfestingarsjóður, í eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og á í dag 62,35 prósent í Þorgerði. Fjárfestirinn Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir er þriðji hluthafinn og á hún 9,4 prósent. Í september 2015 ákváðu eigendur félagsins, ásamt öðrum hluthöfum Ölgerðarinnar, að fá fyrirtækjaráðgjöf Virðingar til að sjá um söluferli á öllu hlutafé drykkjarvöruframleiðandans. Virðing var fengin til að selja eignina í lokuðu ferli eða almennu útboði í tengslum við mögulega skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands. Salan á 69 prósenta hlutnum var samþykkt þann 16. október 2016 og fréttatilkynning send daginn eftir. Þorgerður átti þar af 45 prósent en þeir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, ákváðu á endanum að selja ekki 31 prósents eignarhlut OA eignarhaldsfélags í fyrirtækinu. Sama dag og tilkynningin barst fjölmiðlum skaut ET Sjón ákvörðun sýslumannsins til héraðsdóms. Rúmum mánuði síðar, eða þann 24. nóvember, var haldinn hluthafafundur í Þorgerði að kröfu Eiríks um að hætt yrði við söluna. Tillagan var felld með atkvæðum annarra hluthafa.Ósáttur við stjórnarfund Drög að kaupsamningi á hlut Þorgerðar í Ölgerðinni voru kynnt á stjórnarfundi félagsins 19. september. Þá var, samkvæmt dómi héraðsdóms, bókað að samþykkt hefði verið að stjórn félagsins veitti umboð til undirritunar samningsins. Þann 13. október lagði ET Sjón aftur á móti fram beiðni sína um að sýslumaður legði lögbann við því að Margit Robertet, stjórnarformaður Þorgerðar, og Gunnar Sigurðsson, fjárfestingarstjóri hjá Virðingu, nýttu sér umboð sitt til að undirrita samninginn. Fór félagið einnig fram á að lagt yrði lögbann við því að Þorgerður seldi 45 prósenta hlutinn. Í dómi héraðsdóms er vitnað í forsvarsmann ET Sjónar um að honum hafi ekki verið kunnugt um að taka ætti endanlega ákvörðun um sölu á eignarhlutnum á fundinum í september. Eiríkur hafi talið að boðun til hans hafi verið ófullnægjandi og fundurinn ekki skuldbundið Þorgerði með réttum hætti. Um endanlegan kaupsamning hafi því aldrei verið fjallað á fundinum. Þessu höfnuðu aðrir eigendur Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar. „Þá er ljóst að ef ekki verður af sölunni kann varnaraðili [Eignarhaldsfélagið Þorgerður] að verða fyrir tjóni, meðal annars vegna tapaðs hagnaðar af sölunni, auk þess sem þeir sem yrðu af kaupunum kynnu að hafa uppi bótakröfur á hendur honum vegna vanefnda samningsins,“ segir í dómi héraðsdóms. Eiríkur vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn leitaði eftir því. Sagði hann þó það ekki rétt, sem Markaðurinn hefur eftir heimildum, að hann hafi meðal annars verið ósáttur við að þurfa að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar Ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna fyrirtækisins frá árinu 2007.Fimm milljarða sala Í dómi héraðsdóms er bent á þá miklu fjárhagslegu hagsmuni sem voru í húfi fyrir þá sem stóðu að sölu og kaupum á hlutum í Ölgerðinni. Í munnlegum málflutningi fyrir dómnum hafi komið fram að söluverð hlutanna væri um fimm milljarðar króna og þar af næmi hlutur Þorgerðar 3,5 til 3,8 milljörðum króna. Með hliðsjón af hlut ET Sjónar í Þorgerði næmi sala 28,24 prósenta hlutarins um einum milljarði króna. Þessum tölum hafi ekki verið andmælt en í þeim er ekki tekið tillit til skulda félagsins og handbærs fjár. Eignarhaldsfélagið Þorgerður, F-13 ehf. og Lind ehf. seldu 69 prósenta hlutinn til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Samkeppniseftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt og situr Eiríkur enn í stjórn Ölgerðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. 17. október 2016 16:03 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stór hluthafi í Ölgerðinni fór í október fram á að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á sölu á 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sýslumaðurinn hafnaði því og fjórum dögum síðar barst fjölmiðlum tilkynning um sölu á 69 prósentum í Ölgerðinni. Þann sama dag var synjun sýslumanns tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og í desember staðfesti Hæstiréttur að salan, sem Samkeppniseftirlitið hefur ekki enn samþykkt, yrði ekki stöðvuð með lögbanni.Vildi hætta við Samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem féll þann 8. desember og birtist þá ekki á forsíðu heimasíðu dómstólsins, kærði ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, úrskurð héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu félagsins um að ákvörðun sýslumannsins yrði felld úr gildi. ET Sjón er einn þriggja hluthafa Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni þann 16. október. Félag Eiríks á 28,24 prósenta hlut í Þorgerði eða tæp þrettán prósent í fyrirtækinu. Eignarhaldsfélagið Þorgerður var stofnað í október 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Auður 1 fjárfestingarsjóður, í eigu lífeyrissjóða og einkafjárfesta, fór fyrir kaupendahópnum og á í dag 62,35 prósent í Þorgerði. Fjárfestirinn Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir er þriðji hluthafinn og á hún 9,4 prósent. Í september 2015 ákváðu eigendur félagsins, ásamt öðrum hluthöfum Ölgerðarinnar, að fá fyrirtækjaráðgjöf Virðingar til að sjá um söluferli á öllu hlutafé drykkjarvöruframleiðandans. Virðing var fengin til að selja eignina í lokuðu ferli eða almennu útboði í tengslum við mögulega skráningu Ölgerðarinnar í Kauphöll Íslands. Salan á 69 prósenta hlutnum var samþykkt þann 16. október 2016 og fréttatilkynning send daginn eftir. Þorgerður átti þar af 45 prósent en þeir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins, ákváðu á endanum að selja ekki 31 prósents eignarhlut OA eignarhaldsfélags í fyrirtækinu. Sama dag og tilkynningin barst fjölmiðlum skaut ET Sjón ákvörðun sýslumannsins til héraðsdóms. Rúmum mánuði síðar, eða þann 24. nóvember, var haldinn hluthafafundur í Þorgerði að kröfu Eiríks um að hætt yrði við söluna. Tillagan var felld með atkvæðum annarra hluthafa.Ósáttur við stjórnarfund Drög að kaupsamningi á hlut Þorgerðar í Ölgerðinni voru kynnt á stjórnarfundi félagsins 19. september. Þá var, samkvæmt dómi héraðsdóms, bókað að samþykkt hefði verið að stjórn félagsins veitti umboð til undirritunar samningsins. Þann 13. október lagði ET Sjón aftur á móti fram beiðni sína um að sýslumaður legði lögbann við því að Margit Robertet, stjórnarformaður Þorgerðar, og Gunnar Sigurðsson, fjárfestingarstjóri hjá Virðingu, nýttu sér umboð sitt til að undirrita samninginn. Fór félagið einnig fram á að lagt yrði lögbann við því að Þorgerður seldi 45 prósenta hlutinn. Í dómi héraðsdóms er vitnað í forsvarsmann ET Sjónar um að honum hafi ekki verið kunnugt um að taka ætti endanlega ákvörðun um sölu á eignarhlutnum á fundinum í september. Eiríkur hafi talið að boðun til hans hafi verið ófullnægjandi og fundurinn ekki skuldbundið Þorgerði með réttum hætti. Um endanlegan kaupsamning hafi því aldrei verið fjallað á fundinum. Þessu höfnuðu aðrir eigendur Eignarhaldsfélagsins Þorgerðar. „Þá er ljóst að ef ekki verður af sölunni kann varnaraðili [Eignarhaldsfélagið Þorgerður] að verða fyrir tjóni, meðal annars vegna tapaðs hagnaðar af sölunni, auk þess sem þeir sem yrðu af kaupunum kynnu að hafa uppi bótakröfur á hendur honum vegna vanefnda samningsins,“ segir í dómi héraðsdóms. Eiríkur vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn leitaði eftir því. Sagði hann þó það ekki rétt, sem Markaðurinn hefur eftir heimildum, að hann hafi meðal annars verið ósáttur við að þurfa að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar Ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna fyrirtækisins frá árinu 2007.Fimm milljarða sala Í dómi héraðsdóms er bent á þá miklu fjárhagslegu hagsmuni sem voru í húfi fyrir þá sem stóðu að sölu og kaupum á hlutum í Ölgerðinni. Í munnlegum málflutningi fyrir dómnum hafi komið fram að söluverð hlutanna væri um fimm milljarðar króna og þar af næmi hlutur Þorgerðar 3,5 til 3,8 milljörðum króna. Með hliðsjón af hlut ET Sjónar í Þorgerði næmi sala 28,24 prósenta hlutarins um einum milljarði króna. Þessum tölum hafi ekki verið andmælt en í þeim er ekki tekið tillit til skulda félagsins og handbærs fjár. Eignarhaldsfélagið Þorgerður, F-13 ehf. og Lind ehf. seldu 69 prósenta hlutinn til framtakssjóðanna Akurs fjárfestingar, Horns III og hóps einkafjárfesta. Samkeppniseftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt og situr Eiríkur enn í stjórn Ölgerðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. 17. október 2016 16:03 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samningur hefur náðst um sölu á 69% hlut í Ölgerðinni Fyrir kaupendum fara framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar slhf. og Horn III slhf. ásamt hópi einkafjárfesta. 17. október 2016 16:03