Augnháradrama á samfélagsmiðlum Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2017 17:45 Tanja Ýr útskýrði málið fyrir fylgjendum sínum á Snapchat í vikunni. Vísir/Pjetur Fegurðardrottningin og bloggarinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur frá árinu 2015 selt gerviaugnhár í netverslun sinni Tanja Yr Cosmetics. Augnhárin hafa hingað til vakið mikla lukku hjá snyrtivöruaðdáendum en í vikunni kom upp neikvæð umræða um augnhárin á samfélagsmiðlum. Í umræðunni á Twitter vildu einhverjir meina að augnhárin væru keypt á netsíðum á borð við Aliexpress en sett í umbúðir Tönju. Tanja tók sig til og ræddi málið á Snapchat á þriðjudaginn. Tanja sagði meðal annars: „Ég ætla ekki að fara að mjólka þessa umfjöllun eða þessa fáfræði en vil auðvitað leiðrétta eitt. Human hair-augnhárin mín eru sem sagt framleidd í sömu verksmiðju og Red Cherry og fleiri flott augnháramerki. En númerin sem eru á þessum augnhárum eru sem sagt verksmiðjunúmer, svipað og er á fötunum ykkar, bílunum ykkar, bara öllu,“ sagði Tanja og vildi leiðrétta umræðuna sem hafði myndast um að númer sem leynast undir límmiðum á umbúðunum gæfu til kynna að um augnhár frá öðru vörumerki væri að ræða. „En ég er í smá sjokki yfir því að enginn geri sér grein fyrir því hvað ég er búin að leggja ógeðslega mikla vinnu í þetta fyrirtæki. Það er auðvitað ekkert grín að stofna svona fyrirtæki sjálfur, og svona ungur, ég var hvað, 23 ára, eða að verða 23 ára þegar ég stofnaði það. Það væru allir að stofna fyrirtæki og sitt eigið vörumerki ef það væri svona auðvelt eins og þið eruð að segja,“ útskýrði Tanja. Tengdar fréttir Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. 15. september 2013 02:00 Fegurðardrottning með gerviaugnháralínu Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja. 8. maí 2015 13:30 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Fegurðardrottningin og bloggarinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir hefur frá árinu 2015 selt gerviaugnhár í netverslun sinni Tanja Yr Cosmetics. Augnhárin hafa hingað til vakið mikla lukku hjá snyrtivöruaðdáendum en í vikunni kom upp neikvæð umræða um augnhárin á samfélagsmiðlum. Í umræðunni á Twitter vildu einhverjir meina að augnhárin væru keypt á netsíðum á borð við Aliexpress en sett í umbúðir Tönju. Tanja tók sig til og ræddi málið á Snapchat á þriðjudaginn. Tanja sagði meðal annars: „Ég ætla ekki að fara að mjólka þessa umfjöllun eða þessa fáfræði en vil auðvitað leiðrétta eitt. Human hair-augnhárin mín eru sem sagt framleidd í sömu verksmiðju og Red Cherry og fleiri flott augnháramerki. En númerin sem eru á þessum augnhárum eru sem sagt verksmiðjunúmer, svipað og er á fötunum ykkar, bílunum ykkar, bara öllu,“ sagði Tanja og vildi leiðrétta umræðuna sem hafði myndast um að númer sem leynast undir límmiðum á umbúðunum gæfu til kynna að um augnhár frá öðru vörumerki væri að ræða. „En ég er í smá sjokki yfir því að enginn geri sér grein fyrir því hvað ég er búin að leggja ógeðslega mikla vinnu í þetta fyrirtæki. Það er auðvitað ekkert grín að stofna svona fyrirtæki sjálfur, og svona ungur, ég var hvað, 23 ára, eða að verða 23 ára þegar ég stofnaði það. Það væru allir að stofna fyrirtæki og sitt eigið vörumerki ef það væri svona auðvelt eins og þið eruð að segja,“ útskýrði Tanja.
Tengdar fréttir Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. 15. september 2013 02:00 Fegurðardrottning með gerviaugnháralínu Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja. 8. maí 2015 13:30 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Tanja Ýr Ungfrú Ísland 2013 Tanja Ýr Ástþórsdóttir var kosin Ungfrú Ísland 2013 í fegurðarsamkeppni Íslands sem fram fór á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Hún var einnig valin ljósmyndafyrirsæta ársins. 15. september 2013 02:00
Fegurðardrottning með gerviaugnháralínu Keppendur í Ungfrú Svíþjóð riðu á vaðið og flögguðu spánnýjum augnhárum sem Tanja Ýr hefur látið framleiða og myndar nú heila línu gerviaugnhára. Augnhárin eru væntanleg í sölu hérlendis í næstu viku segir Tanja. 8. maí 2015 13:30