Lektor í fatahönnun segir að um hönnunarstuld sé að ræða Guðný Hrönn skrifar 13. mars 2017 09:30 Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“ Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Samfestingurinn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á laugardaginn í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur valdið uppþoti þar sem hann þykir ansi líkur samfestingi úr vorlínu tískuhúss Balmain. „Þetta er augljós stuldur,“ segir Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, um samfestinginn sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir klæddist á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fór fram á laugardaginn. Samfestingurinn er keimlíkur samfestingi úr nýjustu vorlínu tískuhúss Balmain. „Mér þykir leiðinlegt að ríkisfyrirtækið RÚV þurfi að vinna með þessum hætti og steli annarra manna hönnun. Það er ómerkilegt og ekki ásættanleg vinnubrögð. Í staðinn fyrir að vinna með einhverjum flottum íslenskum hönnuðum, við eigum fullt af þeim,“ segir Linda vonsvikin yfir vinnubrögðum þeirra sem bera ábyrgð á samfestingi Ragnhildar Steinunnar.„Það að stela er alltaf vont. RÚV ber greinilega enga virðingu fyrir vinnu hönnuða og hugverkarétti. Það er unnið með þessum hætti í staðinn fyrir að styðja við íslenska hönnuði og íslenska menningu.“ „Ég held að þeir sem ákváðu að stela þessari hönnun fyrir þennan viðburð hafi bara ekki áttað sig á því hvað fólk fylgist vel með,“ útskýrir Linda. Hún segir myndir frá tískusýningum vera orðnar mjög aðgengilegar og fólk fylgist vel með og sé mjög upplýst um það sem er að gerast í tísku. „Hér er verið að stela frábærri franskri hönnun og fólk á ekki að komast upp með slík vinnubrögð. Sá sem ber ábyrgð á þessu hefur misreiknað sig, og ekki talið að þetta myndi uppgötvast,“ segir Linda sem varð fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð RÚV. „Mér finnst það ólíklegt en ekki óhugsandi,“ segir Linda spurð út í hvort hún telji líklegt að einhvern hjá tískuhúsi Balmain frétti af stuldinum. „Og svo væri eiginlega ekkert hægt að gera í því, það er svo erfitt að verja hönnun. Það er alveg hægt að kæra svona stuld með einhverjum hætti, en það er bara mjög kostnaðarsamt. Fólk gerir það yfirleitt ekki. En ef þetta væri kannski H&M sem væri að gera þennan galla þá væri þetta kannski öðruvísi mál. En þetta er Eurovision-keppni á Íslandi þetta er bara hallærislegt fyrir RÚV.“ Linda hefði viljað sjá hönnun klæðnaðar Ragnhildar í Söngvakeppninni í höndum einhvers hæfileikaríks hönnuðar. „Það er náttúrulega einhver íslenskur hönnuður sem missti af þessu VERKEFNI. Það er greinilega ekki borin virðing fyrir vinnu hönnuða. Þarna hefði einhver hönnuður geta gert einhvern fallegan kjól eða samfesting.“ „Fólk á ekki að komast upp með svona vinnubrögð. Það verður að gera betur næst og bera virðingu fyrir hönnun annarra. Það er eitthvað sem aldrei verður sagt nógu oft,“ segir Linda sem leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og að hönnuðir fái sínar eigin hugmyndir í vinnu sinni hjá LHÍ. Klæðskerinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði samfestinginn á Ragnhildi Steinunni. „Þetta er ekki hönnun Filippíu Elísdóttur eins og hefur komið fram í fréttum,“ segir Elma. „Engin okkar, hvorki ég, Ragnhildur eða Filippía, erum hönnuðir á bak við þessa flík,“ segir Elma sem vann með innblástur frá samfestingi Balmain. „Við vissum nákvæmlega að við værum að gera svipaða flík, þetta er bara öðruvísi efni og öðruvísi belti en útlitið er svipað. Skikkjan er reyndar öðruvísi. Þannig að það er engin okkar sem skráir sig sem hönnuð.“
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira