Að fá ekki tækifæri til að krefjast jafnréttis Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. mars 2017 15:17 Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum. Umræðan um jafnrétti kynjanna hvað varðar laun og aðgang að stjórnunarstörfum hefur verið mjög áberandi í samfélaginu að undanförnu, enda hefur félags- og jafnréttismálaráðherra lagt áherslu á þau mál og ríkisstjórnin öll. Það er að sjálfsögðu lofsvert og mjög mikilvægt. En við viljum þó minna stjórnvöld á að til að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá sömu laun og aðrir fyrir sömu störf og fá tækifæri til að gegna stjórnunarstörfum og komast í stjórnir fyrirtækja verður fólk að fá tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Sá sem ekki fær tækifæri til að afla sér launa getur ekki krafist jafnra launa sér til handa eða átt von um að fá stjórnunarstarf hjá ríki, sveitarfélögum eða einkafyrirtækjum. Og við verðum líka að minna sjórnvöld á að margt fatlað fólk með skerta starfsgetu fær alls ekki þau tækifæri á íslenskum vinnumarkaði eins og hann er. Það fólk fær því ekki einu sinni tækifæri til að krefjast jafnra launa eða jafnra tækifæra til starfsþróunar á vinnumarkaði hvað þá að njóta þeirra mannréttinda. Og það er annar hópur fólks og langoftast kvenna sem við viljum minna á og skorum á ráðherra að gleyma alls ekki þegar þeir leggja til lög og reglur og aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun og til að jafna tækifæri kynjanna til þátttöku í stjórnunarstörfum á vinnumarkaði. Allar rannsóknir sýna að konur gegna lykilhlutverki við að veita fötluðum börnum og fötluðu fullorðnu fólki nauðsynlega aðstoð. Og það eru mæður fatlaðra barna sem frekar minnka við sig í námi eða vinnu en feðurnir. Mjög margar þeirra þurfa að hverfa frá námi eða hætta að vinna launavinnu til lengri eða skemmri tíma til að tryggja lífsgæði barna sinna. Mjög oft er það svo að þessar konur sinna þessum ólaunuðu störfum ekki einungis meðan þau eru börn, heldur er algengt að þessar konur séu árum saman utan vinnumarkaðar eða í hlutastörfum vegna þessa. Þessar konur fara þó ekki einungis á mis við tækifæri til náms, atvinnu, launa og starfsframa, heldur hafa þær líka skert lífeyrisréttindi því að þær geta ekki greitt í lífeyrissjóð af tekjum sem engar eru fyrir umönnunarstörfin sem þær vinna. Málefni þessara kvenna virðast ekki ná inn á radar þeirra sem mest fjalla um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna í samfélaginu. Þær eru sjálfar heldur ekkert að trana sér fram með kröfur um réttindi sín. Þær eru miklu uppteknari af því að berjast fyrir réttindum barnanna sinna, réttindum fatlaðs fólks. Þær vita nefnilega að réttindi barnanna þeirra, fatlaðs fólks, eru mun lakari en þeirra eigin þrátt fyrir allt. Þær vita líka að með því að tryggja að fatlað fólk, þ.m.t. börn, fái þá aðstoð sem það þarf vegna fötlunar sinnar og fái möguleika til þátttöku í samfélaginu án mismununar þurfa þær ekki lengur að sinna ólaunuðum umönnunarstörfum umfram það sem eðlilegt getur talist þegar börn og foreldrar eiga í hlut. Núverandi ríkisstjórn tók við völdum 11. janúar sl., þ.e. fyrir tveimur mánuðum síðan. Landssamtökin Þroskahjálp lýsa hér með eftir metnaðarfullum yfirlýsingum frá hlutaðeigandi ráðherrum um að ríkisstjórnin ætli að tryggja að fatlað fólk og foreldrar fatlaðra barna fái tækifæri til að krefjast þeirra réttinda til jafnra launa og tækifæra sem félags- og jafnréttismálaráðherra og ríkisstjórnin ætlar sem betur fer að tryggja konum á vinnumarkaði.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun