Þurfa að ferðast fjórtán þúsund kílómetra í heimaleikina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 23:15 Hermenn fylgjast með fótboltaleik í Sýrlandi. Vísir/AFP Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira