Nú vitum við hvað Rooney gerði og sagði í klefanum eftir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 10:45 Wayne Rooney og Eiður Smári Guðjohnsen eftir leikinn. Vísir/Getty Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Englendingar eru ekki ennþá búnir að jafna sig eftir tapið á móti Íslandi í sextán liða úrslit Evrópumótsins síðasta sumar. Nú vitum við hinsvegar meira um hvað gerðist í klefa enska landsliðsins eftir leikinn fræga. Ísland vann þá 2-1 sigur í Nice og komst áfram í átta liða úrslitin á meðan stórstjörnur enska landsliðsins snéru aftur heim með skottið á milli lappanna. Þjálfarinn Roy Hodgson er ennþá atvinnulaus og það mun taka enska landsliðið tíma að jafna sig á áfallinu að tapa á móti litla Íslandi. Marcus Rashford er ein af framtíðarstjörnum enska landsliðsins og hann hefur nú sagt frá því hvað gerðist í búningsklefa enska landsliðsins eftir tapið á móti Íslandi 27. júní 2016. „Þegar við duttum út á móti Íslandi á EM þá voru það gríðarleg vonbrigði. Við sátum allir hljóðir í búningsklefanum eftir leikinn og vissum ekki alveg hvernig við áttum að haga okkur. Þá stendur Wayne upp og hann segir bara eitt,“ rifjar Marcus Rashford upp í viðtali við The Playerstribune.com. „Berið höfuðið hátt. Við höfum fyrir miklu að berjast í framtíðinni. Horfið fram á veginn,“ segir Rashford að Wayne Rooney hafi sagt eftir leikinn. Rooney gerði meira en það því að hann gekk á hvern mann fyrir sig, horfði í augu viðkomandi manns og endurtók þessi orð. Enska landsliðið hefur spilað fjóra keppnisleiki eftir tapið á móti Íslandi og unnið þrjá þeirra. Liðið vann Slóvakíu (1-0), Möltu (2-0) og Skotland (3-0) og gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í fyrstu leikjum sínum í undanriðli HM í Rússlandi 2018. Mökrin sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu hjá enska landsliðinu í Nice í júní 2016 eru ennþá tvö síðustu mörkin sem enska fótboltalandsliðið fékk á sig í keppnisleik því Englendingar hafa haldið hreinu í fjórum fyrstu leikjum sínum í undankeppni HM 2018.vísir/gettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira