Leit af tengdasyninum með standpínuna eitt augnablik og dóttirin varð ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 12:00 Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki fetað inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Sjá meira
Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki fetað inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Sjá meira