Segir Bandaríkin reiðubúin í frekari átök Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2017 23:28 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/afp „Bandaríkin tóku mjög yfirvegaða ákvörðun í gærkvöldi,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á neyðarfundi öryggisráðsins í dag. Haley sagði Donald Trump reiðubúinn í frekari átök en að bundnar séu vonir við að slíkar ákvarðanir verði ekki nauðsynlegar. „Það er tímabært að siðmenntaðar þjóðir stöðvi þann hrylling sem á sér stað í Sýrlandi og krefjist pólitískrar lausnar,“ sagði hún. Árás Bandaríkjamanna var gerð í kjölfar árásar þar sem talið er að efnavopnum hafi verið beitt gegn saklausum borgurum og börnum í bænum Khan Seikhun fyrr í vikunni. Segja má að algjör stefnubreyting hafi orðið í afstöðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til ástandsins í Sýrlandi, en hann hafði margoft lýst andstöðu sinni við hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi. Trump hefur lýst því yfir að viðhorf hans til Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sé gjörbreytt og vill hann burt. Haley tók undir þetta á fundi öryggisráðsins í dag og sagði að koma þurfi í veg fyrir frekari notkun efnavopna. Að minnsta kosti sex létu lífið í árásinni, en árásin er sú fyrsta sem Bandaríkin beina beint gegn forseta Sýrlands og her landsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt árásina og segir hana stríða gegn alþjóðalögum. Þá sé hún skaðleg sambandi Bandaríkjanna og Rússlands en Rússar hafa heitið því að aðstoða við enduruppbyggingu flugflota Sýrlandshers. Fjölmörg vestræn ríki, þar á meðal Bretland og Þýskaland, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
„Bandaríkin tóku mjög yfirvegaða ákvörðun í gærkvöldi,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á neyðarfundi öryggisráðsins í dag. Haley sagði Donald Trump reiðubúinn í frekari átök en að bundnar séu vonir við að slíkar ákvarðanir verði ekki nauðsynlegar. „Það er tímabært að siðmenntaðar þjóðir stöðvi þann hrylling sem á sér stað í Sýrlandi og krefjist pólitískrar lausnar,“ sagði hún. Árás Bandaríkjamanna var gerð í kjölfar árásar þar sem talið er að efnavopnum hafi verið beitt gegn saklausum borgurum og börnum í bænum Khan Seikhun fyrr í vikunni. Segja má að algjör stefnubreyting hafi orðið í afstöðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til ástandsins í Sýrlandi, en hann hafði margoft lýst andstöðu sinni við hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi. Trump hefur lýst því yfir að viðhorf hans til Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sé gjörbreytt og vill hann burt. Haley tók undir þetta á fundi öryggisráðsins í dag og sagði að koma þurfi í veg fyrir frekari notkun efnavopna. Að minnsta kosti sex létu lífið í árásinni, en árásin er sú fyrsta sem Bandaríkin beina beint gegn forseta Sýrlands og her landsins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt árásina og segir hana stríða gegn alþjóðalögum. Þá sé hún skaðleg sambandi Bandaríkjanna og Rússlands en Rússar hafa heitið því að aðstoða við enduruppbyggingu flugflota Sýrlandshers. Fjölmörg vestræn ríki, þar á meðal Bretland og Þýskaland, hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við árás Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55