Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 13:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Vísir/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“ Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46
Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33