Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 13:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Vísir/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“ Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46
Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33