Rangfærslur dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun