Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2017 00:15 Árásinni hefur verið mótmælt víða um heim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira