Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg var að vonum ánægð með fyrsta landsliðsmarkið sitt. vísir/anton Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. Fyrir leikinn gegn Slóvakíu í dag var Berglind búin að leika 23 landsleiki án þess að skora. Markið kom svo loksins í dag. Berglind skallaði þá hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið á 78. mínútu. „Það er eins og einhver hafi skorið 10 kíló af mér,“ sagði Berglind sem þurfti einnig að bíða í dágóðan tíma eftir sínu fyrsta marki fyrir Breiðablik, eftir að hún gekk í raðir liðsins í síðasta sumar. „Það voru meiri tilfinningar í þessu. Ég viðurkenni að það féllu nokkur tár þegar ég var búin að skora. En þetta voru bara gleðitár,“ sagði Eyjakonan. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og gaf fá færi á sér. „Við stýrðum leiknum frá A til Ö og gáfum fá færi á okkur. Við vorum að opna þær og komumst í nokkur góð færi,“ sagði Berglind. Íslenska liðið breytti um leikkerfi í hálfleik; fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1 og Berglind og Elísa Viðardóttir komu að sama skapi inn á sem varamenn. Berglind segir að það hafi ekki verið erfitt að aðlagast nýju leikkerfi. „Við höfum spilað þetta kerfi lengi og kunnum það út og inn. Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði Berglind. Hún segist ekki hafa spilað öðruvísi í leiknum í dag, miðað við hina 23 landsleikina sem henni tókst ekki að skora í. „Mér fannst spilamennskan ekkert vera öðruvísi. Þetta datt bara fyrir mig í dag,“ sagði Berglind. En telur hún að þetta fyrsta landsliðsmark breyti því á einhvern hátt hvernig hún kemur inn í næsta landsleik, sem er gegn Hollandi á þriðjudaginn? „Nei, alls ekki. Maður fagnar þessu í dag en fer svo að einbeita sér að næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Ekki mitt síðasta tækifæri Markahrókurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki enn náð að skora fyrir íslenska landsliðið þrátt fyrir nokkur tækifæri í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur. Eyjakonan lætur þetta samt ekkert á sig fá. 6. apríl 2017 06:00
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54