Freyr: Söru Björk líður vel í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2017 13:00 Sara Björk Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Vísir/Samsett Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í miðri tíu daga æfingaferð til Slóvakíu og Hollands en liðið mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á morgun. Freyr Alexandersson er ánægður með stöðuna á hópnum. „Það hefur allt gengið mjög vel. Þetta var gott ferðalag þar sem farangur skilaði sér og flugið var þægilegt. Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, gott veður og fínt hótel,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins í ferðinni. „Mannskapurinn er í fínu standi. Það eru allar með á æfingunni í dag og við erum full af tilhlökkun fyrir að takast á við þetta verkefni sem er framundan á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. „Við ætlum að nýta þetta verkefni vel. Við ætlum að byrja á því að setja orku í sóknarleikinn og það verður mikil áherslu lögð á það að vinna með sóknarleikinn í leiknum á móti Slóvakíu. Æfingarnar í dag og á morgun fara mestmegnis í það,“ sagði Freyr. „Svo munum við aðeins skerpa á því hvernig á að verjast skyndisóknum andstæðinganna því Slóvakía er með mjög gott skyndisóknarlið,“ sagði Freyr. „Við munum síðan leggja meiri áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn á móti Hollandi svo að þessir tíu dagar nýtist sem best fyrir Ísland,“ sagði Freyr. Leikmenn á Norðurlöndum eru að fara að byrja tímabilið sitt og þá styttist óðum í Pepsi-deild kvenna. Það er samt einn leikmaður í hópnum sem hefur haft mikið að gera að undanförnu,. „Sara Björk er fullu með Wolfsburg og það er búið að vera mikið álag á henni. Henni líður vel í dag og það verða allir klárir í slaginn á fimmtudaginn,“ sagði Freyr. Sara Björk og félagar hennar duttu naumlega út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum en eru í baráttunni um þýska meistaratitilinn. „Það er mikil eftirvænting innan hópsins fyrir Evrópumótinu og heima líka meðal almennings. Við finnum fyrir því. Það eru núna hundrað dagar í móti og við erum mjög spennt að fara til Hollands en við þurfum að passa okkur að njóta vegferðarinnar og hvers einasta verkefnis. Við erum einbeitt á það að taka einn dag í einu og reyna að bæta okkur þannig,“ sagði Freyr. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira