Íslendingur í Rússlandi: Hending réði því að hafa ekki verið á lestarstöðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 21:10 Mikil sorg ríkir í Rússlandi. vísir/afp Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni. Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni.
Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40