Sænska rútufyrirtækið segir öllum reglum hafa verið fylgt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 22:59 Ökumaðurinn telur rútuna hafa farið út af vegna vegaskemmda. vísir/afp Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum. Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum.
Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46
Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56