Íslensku stelpurnar tryggðu sér með því annað sætið í riðlinum en það dugar þeim þó ekki til að komast í úrslitakeppnina í Tékklandi.
Spánn vann riðilinn og aðeins eitt lið í öðru sæti komst áfram. Íslensku stelpurnar töpuðu 3-0 á móti Spáni og þau úrslit komu í veg fyrir að íslenska liðið væri með bestan árangur af liðunum sem enduðu í öðru sæti í sínum riðli.
Þýskaland var það lið sem komst áfram með bestan árangur í öðru sæti en England vann riðil þýska liðsins.
Íslenska liðið lenti undir á 28. mínútu og var 1-0 undir í hálfleik. Þannig var staðan þar til að Alexandra Jóhannsdóttir jafnaði á 59. mínútu.
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir sjö mínútum síðar og í framhaldinu bætti Alexandra við tveimur mörkum á 67. og 73. mínútu.
Alexandra Jóhannsdóttir samdi á ný við Hauka á dögunum en þessi stórefnilega knattspyrnukona ætlar að taka slaginn með nýliðunum í Pepsi-deild kvenna í sumar. Hún hefur nú skorað 10 mörk fyrir íslenska 17 ára landsliðið og er sú áttunda sem nær því.
