Trump dregur úr áhuga á Bandaríkjaferðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty „Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Það er erfitt að skilgreina nákvæmlega hvernig pólitískur órói hefur áhrif á áhuga fólks á að fljúga á milli landa en eins og fram hefur komið höfum við fundið fyrir óróa í stjórnmálum í bókunum okkar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Guðjón segir þó erfitt að leggja mat á hversu sterk pólitísku áhrifin eru.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Rétt tæplega 58 prósent þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segja áhuga sinn á að ferðast til Bandaríkjanna hafa minnkað eftir að Donald Trump tók við sem forseti þar í landi, rétt tæp 40 prósent segja að áhuginn hafi hvorki aukist né minnkað, en rétt rúmlega tvö prósent segja að hann hafi aukist. Séu svörin skoðuð í heild má sjá að 56 prósent segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað, 39 prósent segja að hann hafi hvorki aukist né minnkað og tvö prósent segja að hann hafi aukist. Þá segjast tvö prósent vera óákveðin og eitt prósent neitar að svara spurningunni. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist líta björtum augum á markaðinn í Ameríku. „Við erum að vaxa hratt og vorum að bæta við okkur Chicago og erum að auka tíðni til Ameríku. Ég væri ekki að gera það nema ég teldi ástandið vera bjart fram undan,“ segir Skúli. Hann segist lítið annað geta sagt um málið enda leiðist honum að taka þátt í pólitískri umræðu. Áhugi á að ferðast til Bandaríkjanna virðist frekar hafa minnkað á meðal kvenna en karla, en 66 prósent kvenna sem taka afstöðu segja að áhugi þeirra á að fara til Bandaríkjanna hafi minnkað eftir kjör Trumps en einungis 50 prósent karla segja að áhugi þeirra hafi minnkað. Í frétt á vef bandarísku sjónvarpsfréttastöðvarinnar CNBC kemur fram að ferðamálayfirvöld í Bandaríkjunum segja að búist sé við því að ferðaþjónustan í heiminum vaxi um 2,3 prósent í ár en vöxturinn nam 2,8 prósentum í fyrra. Ástæða minni vaxtar sé einkum sterkari Bandaríkjadalur. Hins vegar hafi stefna Trumps í innflytjendamálum og ferðamálum einnig neikvæð áhrif á vöxt ferðaþjónustunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira