Sumarið ekki í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 11:00 Það verður frekar kalt á sumardaginn fyrsta og éljagangur víða um land. Vísir/Anton Brink „Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
„Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira