Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 19. apríl 2017 06:30 Hælisleitendunum er flogið heim aftur og fá þeir vasapening. Þrjátíu pláss eru eftir samkvæmt núgildandi samningi. vísir/eyþór Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00