Erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2017 22:47 Stór ferðadagur er á morgun en best er að hafa veðurspána á hreinu áður en lagt er í hann. Vísir/Vilhelm „Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi. Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
„Seinnipartinn á morgun þá er í raun ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna þess að heiðarnar verða skelfilegar. Það stefnir eiginlega allt í það,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir að erfitt verði að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur á morgun án þess að lenda í vondu veðri, nema með því að keyra í nótt eða mjög snemma í fyrramálið. Stór ferðadagur er framundan, enda margir sem ferðast um páskahelgina. „Það eru náttúrulega margir sem ætla sér að komast heim frá Ísafirði á morgun,“ segir Óli Þór. „Ef út í það er farið þá er erfitt að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur án þess að lenda í vondu veðri nema að vera að keyra annaðhvort í nótt eða mjög snemma í fyrramálið.“ Hann segir að heiðarnar verði líklega færar annað kvöld, en að seinni partinn á morgun verði í raun ekkert ferðaveður. „Svo eru þau sem eru að koma einhversstaðar af norðurlandinu þá er Holtavörðuheiðin, fljótlega upp úr hádegi fer hún að verða slæm. Það er snjór svona í kring um og á heiðinni þannig að það verður skafrenningur sérstaklega þangað til úrkoman kemur. Þannig að hún er ekki eins slæm,“ segir Óli Þór. „Hellisheiðin verður orðin fær einhvern tíman seinni partinn eða undir kvöld þegar nægilega hlýtt loft verður komið inn á suðvesturhornið þannig það hætti sem slydda og snjókma og fari yfir í rigningu. Það er ekki víst það það verði fyrr en eftir kvöldmat á morgun.“Veðurútlit fyrir nokkrar leiðir á morgun annan páskadag:Hellisheiði: Fer að snjóa á milli kl. 9 og 10. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.Holtavörðuheiði: Hvessir síðdegis, einkum eftir kl. 16. Vindhraði 16-18 m/s og snjóar. 20-23 m/s um tíma annað kvöld og þá mjög blint.Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls: Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag en hvessir og með ofanhríð. Kafaldsbylur í eftirmiðdaginn og fram á kvöld. Austan 17-22 m/s og skyggni mjög lítið.Öxnadalsheiði: Fínasta veður fram eftir degi, en snjóar frá um kl. 17-18. Hvasst og með skafrenningi og blindu síðdegis og annað kvöld.Hafnarfjall og utanvert Kjalarnes: Frá um kl. 14 til 15 er reiknað með hviðum allt að 35-40 m/s. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Eins á norðanverðu Snæfellsnesi.
Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á morgun Vísara að nýta daginn í dag í ferðalög. 16. apríl 2017 08:43 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira