Tyrkneska þjóðin greiðir atkvæði um aukin völd forsetans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 09:11 Kjörstaðir voru opnaðir í morgun. Búast má við fyrstu niðurstöðum seint í kvöld. vísir/afp Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira