Macron og Le Pen leiða Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2017 13:16 Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí. Frakkland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Spennan er mikil og allt er í járnum í aðdraganda forsetakosninganna í Frakklandi en aðeins þrjú prósentustig skilja að þá fjóra frambjóðendur sem mælast með mest fylgi í könnunum tíu dögum fyrir kosningar. Þeir tveir forsetaframbjóðendur sem fá mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna hinn 23. apríl næstkomandi mætast í síðari umferðinni þegar kosið verður hinn 7. maí. Á síðustu vikum hefur bilið mjókkað milli þeirra fjögurra frambjóðenda sem mælast með mest fylgi þótt Emmanuel Macron sé ennþá talinn sigurstranglegastur. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos-Sopra Steria fyrir Le Monde, útbreiddasta dagblað Frakklands, eru macron og Marine Le Pen jöfn með 22 prósent hvor. Þar á eftir kemur sósíalistinn Jean-Luc Melenchon með 20 prósent og íhaldsmaðurinn Francois Fillon með 19 prósent. Ef úrslitin verða í samræmi við þetta munu Macron og Le Pen mætast í síðari umferðinni hinn 7. maí næstkomandi. Könnunin leiðir í ljós að Macron myndi sigra í slíku einvígi með 63 prósent atkvæða. Árangur Marine Le Pen þykir merkilegur því hún vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Frakklands að Evrópusambandinu, styður útgöngu úr sambandinu og er á móti evrunni. Hún spáði því í ræðu á kosningafundi í mars síðastliðnum að Evrópusambandið myndi liðast í sundur og nota orðið dauða um örlög sambandsins. Le Pen er dóttir þjóðernissinnans og fyrrum forsetaframbjóðandans Jean-Marie Le Pen. Staðan er hins vegar galopoin í aðdraganda kosninga því sósíalistanum Jean-Luc Melenchon hefur vaxið ásmegin eftir frækilega frammistöðu í sjónvarpskappræðum. Reuters greinir frá því að þetta valdi sérstökum áhyggjum hjá fjárfestum vegna umdeildra skoðana hans á Evrópusambandinu og stefnu hans um að afnema umbætur á vinnuumarkaðslöggjöfinni sem þóttu hliðhollar atvinnurekendum. Líklegast þykir þó, miðað við niðurstöður nýjustu kannana, að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrstu umferð og mætist í síðari umferðinni hinn 7. maí.
Frakkland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira