Skuldsetja sig vegna ferminga Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 12. apríl 2017 21:30 Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga. Fermingar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Dæmi eru um að efnalitlir foreldrar neyðist til að skuldsetja sig til að geta haldið fermingarveislur fyrir börn sín. Talskonur tveggja hjálparsamtaka segja að margir leiti til þeirra með allt að árs fyrirvara til að fá hjálp við að fjármagna fermingarnar. Tími ferminga stendur nú sem hæst en það er ekki á allra færi að halda fermingarveislu enda getur kostnaður við slíkt numið mörg hundruð þúsund krónum. Síðustu ár hafa um fimmtíu fjölskyldur fermingarbarna leitað til Mæðrastyrksnefndar eftir margvíslegri aðstoð. „Það koma hérna ein ung kona í morgun, þau eru sjö í heimili og hún ætlaði bara að láta stelpuna sína vera í gömlum kjól, var búin að leigja sal sem kostaði 20 þúsund og ætlaði svo að gera allt sjálf.“Er fólk áhyggjufullt yfir þessu þegar það leitar til ykkar? „Já, sumir eru það mjög og eru farnir að spyrja fyrir næsta ár af því þeir eru með kvíðahnút í maganum yfir fermingunni á næsta ári, það eru dæmi um það.“ Hjálparstofnun Kirkjunnar leiðbeinir og styrkir fjölskyldur fermingarbarna árlega. „Fólk er til dæmis farið að koma núna sem er að fara að ferma á næsta ári með mjög miklar áhyggjur og hvernig það á að geta bara klofið þetta að fara að ferma. Svo er eitt að halda veisluna og þú reynir að gera það en þá áttu kannski ekki fyrir fermingargjöfinni. Það er hinn helmingurinn af þessu, að geta þá ekki gefið barninu þínu fermingargjöf og gefið þá fermingargjöf eins og allir aðrir eru að gera. Því ekki viltu gera daginn minna hátíðlegan eða eftirminnilegri fyrir þitt barn heldur en önnur börn sem barnið þitt er að bera sig saman við,“ segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Einhverjir ákveði því að taka lán, til að eiga fyrir veislu, gjöf og öðru tilheyrandi. „Svo eru þeir sem eiga ekki rétt á því að fá bankalán, ekki með Visa-kort og annað slíkt og þá eru það smálánin þannig að fólk er að skuldsetja sig til að halda fermingarveislur og til að kaupa fermingargjafir.“ Í samtali við Vísi segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp að samtökin hafi fengið eina milljón króna í styrk frá tilteknu fyrirtæki til þess að geta aðstoðað efnaminni fjölskyldur við að halda fermingar. Peningurinn hafi komið að góðum notum en alls hafi fimmtán fjölskyldur fengið styrk frá Fjölskylduhjálp vegna ferminga.
Fermingar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu