Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2017 14:27 Thomas Møller Olsen tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag. Hann lýsti yfir sakleysi sínu í báðum ákæruliðum. vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15