Að byrja á öfugum enda Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið haldið fram að Ísland sé svona reddara-samfélag. Menn fái hugmyndir og hugdettur og jafnvel bara flugu í höfuðið og hefjist þegar handa við framkvæmdir en velti lítið fyrir sér hvernig þurfi að standa að málum til að árangur geti náðst eða hvort það er yfirleitt nokkurt vit í hugmyndinni þegar að er gáð. Sumir vilja halda því fram að þannig virki mjög oft stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi. Það sé yfirleitt byrjað á öfugum enda, síðan sé þvargað linnulaust og lengi um auka atriði og þegar allt er komið í óefni sé gripið til alls kyns reddinga. Hér skal ekki fullyrt hvort eitthvað er til í þessu en látið duga að vitna í Halldór Laxness: Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a.: Tekið verði upp starfsgetumat og örorkulífeyriskerfið þannig gert sveigjanlegra til að ýta undir þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru falleg orð og góð markmið. En er nokkur hætta á að hér sé, að íslenskum sið, byrjað á öfugum enda og treyst of mikið á mátt reddinganna? Við spyrjum að því vegna þess að við sjáum ekki að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé neitt um að gripið verði til tiltekinna, markvissra ráðstafana til að tryggja fólki með skerta starfsgetu atvinnutækifæri á vinnumarkaði. Við höfum ekki heldur heyrt ráðherrana greina frá því opinberlega hvaða aðgerðir standi til þar. Alltof fá atvinnutækifæriÞað er mikið áhyggjuefni því að bláköld staðreyndin er sú að atvinnutækifæri fyrir fólk sem er með skerta starfsgetu vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum eru allt of fá og fábreytileg hér á landi. Ríki og sveitarfélög eru mjög stórir vinnuveitendur en gera samt mjög lítið til að tryggja fötluðu fólki þau tækifæri og almenni vinnumarkaðurinn er yfirleitt áhugalítill og ósveigjanlegur, jafnvel fordómafullur. Þess vegna er spurt og það er bráðnauðsynlegt að því sé svarað af hlutaðeigandi ráðherrum: Hvaða tilgangur er með því að meta starfsgetu fólks ef það fær svo ekki tækifæri til að nýta starfsgetu sína og afla sér tekna? Við treystum því að rétta svarið við þeirri spurningu sé ekki að þannig megi enn skerða réttindi þessa fólks og lækka þær smánarbætur sem það þarf nú að láta duga til að draga fram lífið. Við skorum því á ríkisstjórnina og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að fara nú í það fljótt og vel og skipulega að tryggja aukin atvinnutækifæri fyrir fólk með skerta starfgetu. Það er beinlínis á þeirra valdi að gera það hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Það að byrja verk á öfugum enda og reyna svo þegar allt hefur klúðrast að bjarga því sem bjargað verður með reddingum hér og þar getur svo sem verið athyglisverð aðferð og það má jafnvel stundum henda að henni nokkurt gaman. En þegar í húfi er lífsafkoma fólks sem hefur þurft að þola og þarf enn að þola mikla mismunun og skert tækifæri á öllum sviðum samfélagsins er það grafalvarlegt mál og ekki bara ámælisvert að nota þá aðferð, heldur fullkomlega ábyrgðarlaust.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun