Jóhann: Ekki víst að svona tækifæri komi aftur næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2017 21:38 Jóhann Þór og félagar náðu að knýja fram oddaleik. vísir/andri marinó „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki í að segja það en mér fannst þetta allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir ákveðinn þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, eftir magnaðan sigur liðsins á KR í kvöld. „Ég er rosalega hreykinn af mínu liði og hvernig við svöruðum er það gaf á bátinn. Við klárum þetta síðan með þvílíkum stæl. Leikmenn eins og Ingvi kom frábær inn í þetta og þetta var magnað.“ Grindvíkingar fórnuðu sér í alla bolta og voru mjög oft skrefinu á undan. Eins og þeir vilji sigurinn meira en KR. „Okkur langar þetta mikið en hvort okkur langar meira en þeir veit ég ekkert um. Við erum að fara svolítið langt á því að njóta. Gefa okkur alla í þetta og hafa gaman af þessu. Auðvitað er meira á bak við en við förum samt langt á því,“ segir þjálfarinn kátur. „Liðsheildin er frábær. Það eru allir fyrir einn. Það eru þessar klisjur. Við erum að spila við fantagott KR-lið og við höfum fundið einhvern takt sem er að virka og við spilum vel á okkar styrkleikum. Mér finnst við á köflum gera vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um þá.“ Það er ekki bara það hjá strákunum hans Jóhanns því andlegi styrkurinn hjá liðinu er mikill. „Við höfum talað mikið um að halda okkur í stundinni og taka eina sókn í einu,“ segir Jóhann Þór en hann hefur alltaf lagt áherslu á að hans lið njóti þess að spila og það verður ekki skemmtilegra en að fá úrslitaleik um titilinn í Vesturbænum. „Við töluðum um fyrir leik hvað væri í húfi. Fara í stútfulla DHL-höll. Þetta er langstærsta sviðið og ég talaði um að það sé ekkert víst að svona tækifæri bjóðist aftur næstu árin. Þetta ætluðum við okkur og nú er komið að því. Við munum gefa þessu góðan séns.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem verður Íslandsmeistari með sigri í kvöld. 27. apríl 2017 21:45 Jón Arnór: Þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dag "Það vantaði að nokkur skot myndu detta. Við vorum mikið að bakka með þá inn í teig og vorum ekki að setja niður skotin okkar,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. 27. apríl 2017 21:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki í að segja það en mér fannst þetta allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir ákveðinn þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, eftir magnaðan sigur liðsins á KR í kvöld. „Ég er rosalega hreykinn af mínu liði og hvernig við svöruðum er það gaf á bátinn. Við klárum þetta síðan með þvílíkum stæl. Leikmenn eins og Ingvi kom frábær inn í þetta og þetta var magnað.“ Grindvíkingar fórnuðu sér í alla bolta og voru mjög oft skrefinu á undan. Eins og þeir vilji sigurinn meira en KR. „Okkur langar þetta mikið en hvort okkur langar meira en þeir veit ég ekkert um. Við erum að fara svolítið langt á því að njóta. Gefa okkur alla í þetta og hafa gaman af þessu. Auðvitað er meira á bak við en við förum samt langt á því,“ segir þjálfarinn kátur. „Liðsheildin er frábær. Það eru allir fyrir einn. Það eru þessar klisjur. Við erum að spila við fantagott KR-lið og við höfum fundið einhvern takt sem er að virka og við spilum vel á okkar styrkleikum. Mér finnst við á köflum gera vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um þá.“ Það er ekki bara það hjá strákunum hans Jóhanns því andlegi styrkurinn hjá liðinu er mikill. „Við höfum talað mikið um að halda okkur í stundinni og taka eina sókn í einu,“ segir Jóhann Þór en hann hefur alltaf lagt áherslu á að hans lið njóti þess að spila og það verður ekki skemmtilegra en að fá úrslitaleik um titilinn í Vesturbænum. „Við töluðum um fyrir leik hvað væri í húfi. Fara í stútfulla DHL-höll. Þetta er langstærsta sviðið og ég talaði um að það sé ekkert víst að svona tækifæri bjóðist aftur næstu árin. Þetta ætluðum við okkur og nú er komið að því. Við munum gefa þessu góðan séns.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem verður Íslandsmeistari með sigri í kvöld. 27. apríl 2017 21:45 Jón Arnór: Þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dag "Það vantaði að nokkur skot myndu detta. Við vorum mikið að bakka með þá inn í teig og vorum ekki að setja niður skotin okkar,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. 27. apríl 2017 21:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem verður Íslandsmeistari með sigri í kvöld. 27. apríl 2017 21:45
Jón Arnór: Þeir eru bara betri en við eins og staðan er í dag "Það vantaði að nokkur skot myndu detta. Við vorum mikið að bakka með þá inn í teig og vorum ekki að setja niður skotin okkar,“ segir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. 27. apríl 2017 21:30