Skórnir eru langt frá því að fara upp í hillu hjá Njarðvíkingnum síunga, Loga Gunnarssyni.
Logi er búinn að skrifa undir nýjan samning við Njarðvík til ársins 2019.
Þessi magnaði leikmaður er orðinn 36 ára gamall en það hefur lítið hægst á honum.
Hann var með 20 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og sem fyrr í algjöru lykihlutverki hjá Njarðvík.
Körfuknattleiksunnendur hljóta að fagna því að fá að sjá meira af Loga Gunnarssyni næstu árin.
Logi áfram í Ljónagryfjunni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefán Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn




Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti
Fleiri fréttir
