Eyðilögðu sigurpartí KR-inga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:00 Grindvíkingar börðust fyrir sigri gegn KR-ingum í DHL-höllinni í gær og þvinguðu fram fjórða leikinn á sínum heimavelli á fimmtudaginn. vísir/eyþór Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn. Dominos-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.
Dominos-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira