Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:30 Forstjóri Landspítala segir íslenskt samfélag hafa brugðist öldruðum sjúklingum. Mynd/Vilhelm Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. Á ársfundi Landspítalans töluðu stjórnendur meðal annars um fjölda aldraðra sem situr fastur á spítalanum sem hefur orðið til þess að spítalinn er fjórða stærsta hjúkrunarheimili landsins. Forstjóri spítalans sagði íslenskt samfélag hafa brugðist eldra fólki. „Í dag, 24. apríl, bíða 95 einstaklingar sem lokið hafa meðferð á Landspítala og gætu útskrifast í kvöld, ef samfélagið gæti veitt þeim viðunandi þjónustu og útvegað þeim hjúkrunarrými. Í staðinn bíða þeir við mismunandi aðstæður um allan spítala og hinn kaldi raunveruleiki er sá að fimmtungur þeirra mun látast áður en hjúkrunarrými býðast þeim," sagði Páll í ræðu sinni. Einnig var farið yfir fjármál spítalans en Landspítali var rekinn með 85 milljóna króna halla árið 2016. Nýlega var þingsályktunartillaga um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kynnt en þar er gert ráð fyrir tæplega 45 milljarða króna uppsafnaðri viðbót til sjúkrahúsþjónustu. Þar af fara tæpir 36 milljarðar í uppbyggingu nýs Landspítala Og tveir milljarðar fara í erlenda sjúkrahúsþjónustu. Þannig er í raun sjö milljarða króna viðbót sem fer í innlenda sjúkrahúsþjónustu. Samkvæmt fjármálaáætluninni eiga 4,4 milljarðar að mæta aukinni eftirspurn vegna öldrunar þjóðar, 3,8 millarðar eiga að styrkja mönnun, 1,4 milljarðar eiga að fara í rekstur jáeindaskanna, 700 milljónir til að auka þjónustu BUGL, einn milljarður í útskriftardeild aldraðra á Landakoti og einn milljarður í Brjóstamiðstöð. Þegar þetta hefur verið tekið saman eru rúmir fimm milljarðar í mínus. „Samkvæmt þessu þá virðist tillaga stjórnvalda gera ráð fyrir því að sjúkrahúsin á landinu skeri niður um 5,2 milljarða á tímabilinu til að skapa svigrúm fyrir það sem í tillögunni er kallað aukin framlög til nýrra verkefna," sagði María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, í ræðu sinni.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira