Nú eru það gulltennur í fermingargjöf Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. apríl 2017 10:00 Hlynur hefur fengið ráðleggingar tannsmiðs og gullsmiðs auk strangra æfinga í sólskálanum í um ár. Vísir/Stefán „Ég fann fyrir að það var brjáluð eftirspurn eftir þessu þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti eiginlega að geta gert þetta sjálfur. Ég horfði á þá sem voru að gera þetta úti og mér fannst þeir ekkert líta út fyrir að vera neinir gullsmíðameistarar. Þannig að ég ákvað að tala við besta vin ömmu og afa sem er tannsmiður – Sigurbjörn tannsmiður, ég á honum mikið að þakka. Hann lýsti fyrir mér í grófum dráttum hvernig best væri að gera þetta. Við tók ársferli þar sem ég sat inni í sólskála heima og dundaði mér við að taka mót og vaxa tennur – svona „trial and error“. Ég er búinn að komast að ýmsu á þessu ári, líka með því að tala við gull- og tannsmiði,“ segir Hlynur Snær Andrason sem opnaði á sunnudaginn Instagramsíðuna reykjavík grillz þar sem hægt er að panta sérsmíðuð „grillz“. Hlynur er nemi í MR sem hann segir að sé ekki skapandi umhverfi en hann hefur verið duglegur að finna sér eitt og annað skapandi að dunda við. Hann segir að fjölskylda sín hafi viljað að hann lærði frekar latínuna en að smíða skart, en þó segir hann þau styðja sig í sköpunni – enda kannski ekki langt fyrir Hlyn að sækja sköpunargáfuna, Andri Snær Magnason er faðir hans.Grillin hans Hlyns sóma sér vel í þessum munni.Vísir/Stefán„Grillz“ er tannskart, eins konar gómur oftast úr gulli eða silfri. Slíkt skart hefur lengi verið í tísku í hiphop-senunni. Fyrirbærið er tiltölulega nýkomið til Íslands en það er alfarið fyrir tilstylli Hlyns en hann hefur smíðað grillz upp í menn eins og Joey Christ og Aron Can eins og sjá má á Instagram-síðunni hans.Tekur fólk vel í þetta?„Það er brjálað að gera. Ég byrjaði á Instagram á sunnudaginn og það eru fimmtíu manns búnir að senda mér skilaboð. Þetta er náttúrulega það að rappið er búið að vera, svona síðustu ár, stærra en pönkið var á sínum tíma og bara algjörlega ráð- andi tónlistarstefna. Þetta er svolítið tengt þeim kúltúr. Tískuvitund stráka hefur líka aldrei verið meiri – íslenskir drengir hafa miklu meiri áhuga á fötum en þeir höfðu áður. Það er líka algjört góðæri í þessu; það eru krakkar í tíunda bekk að panta sér alvöru Gucci-flíkur.“Hlynur tekur mót af hverjum kúnna.Vísir/StefánHlynur segist finna fyrir brjálaðri grósku í hinni skapandi senu og þetta sé hluti af því. En hversu lengi tekur að afgreiða eina pöntun? „Ein pöntun tekur sirka tvær til þrjár vikur. Ef einhver pantar þá myndi ég taka vaxmót af honum, síðan er líka hægt að koma með nýlegt mót til mín og þá er smá afsláttur. Ég fer með vaxmótið og læt gullsmið steypa það fyrir mig.“Einhverjar óánægjuraddir hafa hljómað á samfélagsmiðlum til dæmis – sumum finnst ekki að þessi tíska eigi pláss hér á landi, hver eru viðbrögð þín við því? „Þetta hefur sést á „runways“ hjá nokkrum stærstu merkjunum í tískuheiminum og margar Hollywood-stjörnur hafa skartað þessu og svo er látið eins og Íslendingar geti ekki verið með svona upp í sér. Það er þröngsýni. Síðan er það auðvitað þannig að þegar maður gerir eitthvað nýtt þá eru alltaf blendin viðbrögð,“ segir Hlynur og bætir við: „Annars var það einu sinni þannig að fólk fékk falskar tennur í fermingargjöf – nú eru það gulltennur í fermingargjöf.“ Fermingar Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Ég fann fyrir að það var brjáluð eftirspurn eftir þessu þannig að ég hugsaði með mér að ég hlyti eiginlega að geta gert þetta sjálfur. Ég horfði á þá sem voru að gera þetta úti og mér fannst þeir ekkert líta út fyrir að vera neinir gullsmíðameistarar. Þannig að ég ákvað að tala við besta vin ömmu og afa sem er tannsmiður – Sigurbjörn tannsmiður, ég á honum mikið að þakka. Hann lýsti fyrir mér í grófum dráttum hvernig best væri að gera þetta. Við tók ársferli þar sem ég sat inni í sólskála heima og dundaði mér við að taka mót og vaxa tennur – svona „trial and error“. Ég er búinn að komast að ýmsu á þessu ári, líka með því að tala við gull- og tannsmiði,“ segir Hlynur Snær Andrason sem opnaði á sunnudaginn Instagramsíðuna reykjavík grillz þar sem hægt er að panta sérsmíðuð „grillz“. Hlynur er nemi í MR sem hann segir að sé ekki skapandi umhverfi en hann hefur verið duglegur að finna sér eitt og annað skapandi að dunda við. Hann segir að fjölskylda sín hafi viljað að hann lærði frekar latínuna en að smíða skart, en þó segir hann þau styðja sig í sköpunni – enda kannski ekki langt fyrir Hlyn að sækja sköpunargáfuna, Andri Snær Magnason er faðir hans.Grillin hans Hlyns sóma sér vel í þessum munni.Vísir/Stefán„Grillz“ er tannskart, eins konar gómur oftast úr gulli eða silfri. Slíkt skart hefur lengi verið í tísku í hiphop-senunni. Fyrirbærið er tiltölulega nýkomið til Íslands en það er alfarið fyrir tilstylli Hlyns en hann hefur smíðað grillz upp í menn eins og Joey Christ og Aron Can eins og sjá má á Instagram-síðunni hans.Tekur fólk vel í þetta?„Það er brjálað að gera. Ég byrjaði á Instagram á sunnudaginn og það eru fimmtíu manns búnir að senda mér skilaboð. Þetta er náttúrulega það að rappið er búið að vera, svona síðustu ár, stærra en pönkið var á sínum tíma og bara algjörlega ráð- andi tónlistarstefna. Þetta er svolítið tengt þeim kúltúr. Tískuvitund stráka hefur líka aldrei verið meiri – íslenskir drengir hafa miklu meiri áhuga á fötum en þeir höfðu áður. Það er líka algjört góðæri í þessu; það eru krakkar í tíunda bekk að panta sér alvöru Gucci-flíkur.“Hlynur tekur mót af hverjum kúnna.Vísir/StefánHlynur segist finna fyrir brjálaðri grósku í hinni skapandi senu og þetta sé hluti af því. En hversu lengi tekur að afgreiða eina pöntun? „Ein pöntun tekur sirka tvær til þrjár vikur. Ef einhver pantar þá myndi ég taka vaxmót af honum, síðan er líka hægt að koma með nýlegt mót til mín og þá er smá afsláttur. Ég fer með vaxmótið og læt gullsmið steypa það fyrir mig.“Einhverjar óánægjuraddir hafa hljómað á samfélagsmiðlum til dæmis – sumum finnst ekki að þessi tíska eigi pláss hér á landi, hver eru viðbrögð þín við því? „Þetta hefur sést á „runways“ hjá nokkrum stærstu merkjunum í tískuheiminum og margar Hollywood-stjörnur hafa skartað þessu og svo er látið eins og Íslendingar geti ekki verið með svona upp í sér. Það er þröngsýni. Síðan er það auðvitað þannig að þegar maður gerir eitthvað nýtt þá eru alltaf blendin viðbrögð,“ segir Hlynur og bætir við: „Annars var það einu sinni þannig að fólk fékk falskar tennur í fermingargjöf – nú eru það gulltennur í fermingargjöf.“
Fermingar Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira