Lífið

Fór á skeljarnar við Gullfoss

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bónorðið kom alveg flatt upp á hana.
Bónorðið kom alveg flatt upp á hana. skjáskot
Hinn venesúelski Nicolás mun eflaust eiga góðar minningar úr ferð hans og unnustunnar til Íslands um ókomna tíð.

Í myndbandi sem hann hlóð upp á Youtube í dag tók hann saman allt það markverðasta úr ferð þeirra hingað til lands. Um óvissuferð var að ræða og hafði kærastan ekki hugmynd um hvert ferðinni var heitið þegar á flugvöllinn í Osló var komið þann 18. apríl síðastliðinn. Í myndbandinu má sjá turtildúfurnar svamla í Bláa lóninu, ganga um Reynisfjöru og fylgjast með Strokki gjósa.

Hápunktur ferðarinnar, og það sem kom kærustunni eflaust mest á óvart, var þegar Nicolás bað kærustunnar við Gullfoss. Það stóð ekki á svari: Eitt stór Si og heljarinnar faðmlag.

Ævintýri þeirra má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við tónlistinni í myndbandinu sem er ekki jafn hugljúf og bónorðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×