Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 19-20 | Ragnheiður tryggði Fram aftur sigur gegn Haukum Smári Jökull Jónsson í Schenker-höllinni skrifar 23. apríl 2017 18:15 Leikmenn Fram fagna að leikslokum í dag. Vísir/Ernir Fram er komið í 2-0 forystu gegn Haukum í undanúrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmarkið þegar 30 sekúndur voru eftir og Fram getur nú tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins með sigri í næsta leik. Leikurinn í dag hófst fremur rólega og bæði lið voru að spila feykivel í vörninni. Haukar áttu þó í töluvert meiri vandræðum þegar þær stilltu upp í sókn og komust lítið áleiðis gegn vörn Fram auk þess að fara illa með færin. Sóknarlega gerði Framliðið hins vegar urmul klaufalegra mistaka, köstuðu boltanum trekk í trekk útaf eða beint í hendur Haukastúlkna sem hefðu átt að nýta sér þessi mistök betur. Fram hafði yfirhöndina í hálfleiknum og Haukar treystu mikið á mörk úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju eftir góðan varnarleik. Það gerðist í nokkur skipti en Fram komst mest þremur mörkum yfir í 7-4 og svo aftur 11-8. Markmenn beggja liða voru að verja vel, Elín Jóna Þorsteinsdóttir í marki Hauka varði 9 skot í fyrri hálfleik og Guðrún Ósk Maríasdóttir 8 í marki Fram. Þegar Fram komst í 11-8 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks áttu Haukar góðan kafla og náðu að minnka muninn í 11-10 fyrir leikhlé. Lokamark hálfleiksins var ótrúlegt. Eftir góða vörslu frá Elínu Jónu fékk Ramune Pekarskyte boltann, tók nokkur skref yfir miðju, stökk upp og þrumaði boltanum neðst í hornið framhjá vörninni og Guðrúnu í markinu. Ótrúlegt mark og Haukar fóru því vel stemmdir inn í hálfleik þrátt fyrir að vera marki undir. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Það var lítið skorað og bæði lið í vandræðum sóknarlega gegn sterkum vörnum og góðum markvörðum. Fram hélt forystunni sem var þó aldrei meiri en 2-3 mörk. Þegar fimm mínútur voru eftir gat Fram komist þremur mörkum yfir í stöðunni 19-17 en Haukar jöfnuðu þess í stað metin í 19-19 þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks. Fram hélt í sókn en tapaði boltanum á ný og Haukar fengu tækifæri til að komast yfir með rúma mínútu eftir. Þær fóru hins vegar illa að ráði sínu, töpuðu boltanum og Fram fékk boltann. Það nýttu þær sér og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði gott mark þegar um hálf mínúta var eftir. Það reyndist sigurmarkið í dag því Haukar nýttu ekki sína síðustu sókn, vörn Fram varði skot frá Mariu Ines Periera og gestirnir fögnuðu sætum sigri. Þetta er annar leikurinn í röð sem Ragnheiður skorar sigurmark Framara en í síðsta leik skoraði hún beint úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Fram er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á heimavelli á þriðjudag. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram í dag með 8 mörk og Hildur Þorgeirsdóttir skoraði 4. Þá varði Guðrún Ósk Maríasdóttir 16 skot í markinu og þar af eitt vítaskot. Hjá Haukum skoraði Ramune Pekarskyte 7 mörk og var markahæsto en Maria Ines skoraði 5. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var frábær í markinu og varði 20 skot. Stefán: Það þarf að vinna þrjá leikiStefán messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirStefán Arnarson þjálfari Fram var ánægður með að hans stelpur væru komnar með 2-0 forystu í einvíginu gegn Haukum. Hann sagði einvígið þó ekki búið enn. „Í heild sinni fannst mér við betri í fyrri hálfleik og ég var ósáttur með að fara bara með eins marks forystu í hálfleik. Við fengum tvö færi af línunni sem við klikkum á og þær ná að refsa með marki af 18 metra færi,“ sagði Stefán í samtali við Vísi eftir leik og markið sem um ræðir er ótrúlegt mark Ramune Pekarskyte á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Síðan var þetta jafnt í seinni hálfleik og liðin eru mjög jöfn. Ég er ánægður að hafa unnið,“ bætti Stefán við. Framliðið gerði töluvert af mistökum sóknarlega í upphafi og áttu í vandræðum gegn sterkri vörn Hauka sem og Elínu Jónu í markinu. „Þú ert kominn í úrslitakeppni og við búin að spila 7-8 leiki við Hauka í vetur og liðin þekkjast mjög vel. En það er rétt að okkar ákvarðanatökur hefðu getað verið betri stundum. Það er sjálfstraust í mínu liði og þær neita að gefast upp undir lokin. Það er að skila okkur aftur sigri.“ Næsti leikur verður í Safamýrinni á þriðjudag þar sem Fram getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri. Er mikilvægt að ná að klára þann leik og fá þá góða hvíld fyrir mögulegt úrslitaeinvígi? „Það er frábært ef við gerum það. Það þarf hins vegar að vinna þrjá leiki þannig að Haukar eru enn inni í þessu einvígi. Ég þarf að skoða þennan leik vel í kvöld og koma með einhver svör fyrir næsta leik,“ sagði Stefán að lokum. Óskar: Engin ástæða til þess að missa trúnaÓskar Ármannsson þjálfari Hauka sagði enga ástæðu til að minnka trúna þrátt fyrir tapið gegn Fram í dag.vísir/hannaÓskar Ármannsson þjálfari Hauka var svekktur eftir annað nauma tapið gegn Fram í röð í undanúrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Hann sagði enga ástæðu til að leggja árar í bát. „Þetta var frekar áþekkt síðasta leik, kannski aðeins meira basl á báðum liðum sóknarlega. Varnarleikur og markvarsla var í góðu lagi. Í lokin er svo ónákvæmni af okkar hálfu sem gerir það að verkum að við töpum. Við fáum hraðaupphlaup í bakið einum fleiri og náum ekki að setja á þær í lokin,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Óskar var ósáttur við sínar stelpur í lok leiksins en sagði það hafa snúist um næstsíðustu sóknina hjá hans liði. „Við förum of snemma í aðgerð. Það var rúm mínúta til leiksloka og fórum of snemma í aðgerðina í stað þess að bíða og gefa þeim smá meira loft og fara þá af stað. Þess í stað fá þær boltann og skora sigurmarkið. Þá er kannski orðinn of lítill tími í lokasókn og við náðum ekki að útfæra hana nógu vel heldur,“ bætti Óskar við. Fram gerði töluvert af mistökum sóknarlega í upphafi leiks sem Haukum tókst ekki að nýta sér nógu vel því gestirnir náðu þriggja marka forystu eftir 15 mínútna leik. „Það er þeirra leikur en við höfum ekki náð að nýta það í nægjanlega miklu magni hingað til. Það er okkar að reyna að ná því betur. Ég hefði kannski getað bætt við sóknarmanni fyrr, kannski kom það aðeins of seint. Það gæti verið,“ sagði Óskar en það var ekki fyrr en undir lokin sem Haukar bættu við auka manni í sóknarleiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag og þá er að duga eða drepast fyrir Hauka, með tapi eru þær úr leik. „Ég ætla rétt að vona að trúin sé til staðar. Ég sé enga ástæðu til að missa hana eftir að hafa tapað tvisvar með einu marki gegn Fram. Við erum búin að vera að spila á móti þessu liði með þessum uppstillingum í tvö ár. Þó svo að við séum kannski undir á þessu ári þá er engin ástæða til annars en að hafa fulla trú á sigri, við höfum alveg lið í það,“ sagði Óskar að lokum. Hildur: Okkur þyrstir í titilFram þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins.vísir/ernirSkyttan öfluga hjá Fram, Hildur Þorgeirsdóttir, sagði liðið þurfa að laga sóknarleikinn fyrir næsta leik í einvíginu gegn Haukum. Hún var þó hæstánægð með sigurinn í Hafnarfirði í dag. „Við erum að skjóta svolítið illa í leiknum en í heildina er ég ánægð með sigurinn. Við viljum spila hraðan bolta og þá koma tæknifeilar. Við erum að reyna að fækka þeim með hverjum leik en höfum ekki alveg náð dampi þar. Við þurfum að einbeita okkur að því að fækka mistökunum.“ „Sóknarlega þurfum við að laga okkar leik. Við erum að skora 20 mörk og erum að láta markmanninn þeirra verja of mikið. Við erum að skjóta of mikið í hennar horn en heilt yfir er ég sátt.“ Framliðið getur tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í næsta leik en Hildur sagði ekkert unnið þó svo að þær væru í góðri stöðu og sagði úrslitin í deildarkeppninni gott dæmi um það. „Auðvitað er mikilvægt að fá hvíld. Það er samt ekkert unnið strax og það sýndi sig í deildinni, við vorum búnar að vera efstar allan veturinn og missum af titlinum í síðasta leik. Við þurfum enn að koma af 100% krafti í síðasta leikinn. Við erum mjög þyrstar í titil og ætlum að hefna fyrir það tap,“ sagði Hildur að lokum.Maria Ines reynir að brjótast í gegnum vörn Fram.vísir/ernir19-20 (Leik lokið) - Aftur er það Ragnheiður sem tryggir Fram sigurinn. Haukar fengu tækifæri í lokin til að jafna en vörn Fram varði skot Mariu Ines úr erfiðri stöðu. Óskar brjálaður út í Mariu einhverra hluta vegna. Fram komið í 2-0!19-20 (60.mín) - Fram tapar boltanum og Haukar halda í sókn. Þær tapa boltanum sömuleiðis og Fram er nú í sókn og Ragnheiður skorar. 30 sekúndur eftir.19-19 (59.mín) - Maria Ines jafnar af miklu harðfylgi. Haukar höfðu bætt við manni í sóknina en voru í erfiðleikum þrátt fyrir það þegar Fram tók Ramune úr umferð. Stefán tekur leikhlé þegar tæpar tvær mínútur eru eftir.18-19 (57.mín) - Ramune minnkar muninn með góðu skoti. 3 mínútur eftir og Fram í sókn.17-19 (56.mín) - Haukar fara afar illa að ráði sínu. Ramune á erfiða sendingu inn á línuna sem Framarar komast inn í. Heimaliðið er svo afar lengi að hlaupa til baka og Guðrún Þóra skorar úr hraðaupphlaupi.17-18 (55.mín) - Fram náði að spila langa sókn einum færri en henni lauk með skoti Hildar yfir markið. Ramune lendir síðan í árekstri við Steinunni þegar hún reynir að fara í gegnum vörn Fram. Aukakast dæmt en einhverjir Framarar vilja meina að Ramune hafi farið með olnbogann á undan sér í andlit Steinunnar. Óskar tekur leikhlé í annað sinn og Haukar geta jafnað. 19 sekúndur þar til Fram fær sjöunda manninn inná.17-18 (54.mín) - Loksins mark hjá Haukum og það frá Ramune úr víti. Marthe fékk tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Haukar verða að nýta sér þetta.16-18 (53.mín) - Bæði lið að misnota sóknir, Ragnheiður og Ramune með sitthvort skotin framhjá. Fram aftur í sókn en Hildur skýtur í stöng úr góðu færi. 16-18 (51.mín) - Mikilvæg varsla frá Guðrúnu Ósk úr algjöru dauðafæri sem Guðrún Erla fekk á línunni. Fram getur komist þremur mörkum yfir.16-18 (50.mín) - Ragnheiður skorar eftir fínt kerfi hjá Fram. Sóknarleikur Fram flýtur betur en hjá Haukunum sem enn eiga í vandræðum í uppstilltum sóknarleik.16-17 (49.mín) - Ramune skorar gott mark og minnkar muninn.15-17 (49.mín) - Hildur skorar gott mark af gólfinu eftir vandræðalega sókn Fram. Óskar brjálaður útí vararmenn sína fyrir að koma ekki betur út á móti Hildi.15-16 (47.mín) - Elín Jóna með magnaða vörslu frá Steinunni og Haukar geta jafnað. Elín Jóna búin að vera frábær í dag.15-16 (46.mín) - Ramune leikur sér að Guðrúnu Ósk á vítalínunni. Gabbar hana tvisvar og Guðrún sest. Eftirleikurinn því auðveldur fyrir Ramune sem minnkar muninn í eitt mark. Stefán tekur leikhlé fyrir Fram.14-16 (45.mín) - Sóknarleikur beggja liða áfram frekar stirður. Sigrún minnkar muninn í tvö mörk af harðfylgi, vippaði í slána en hirti frákastið sjálf og skoraði undir Guðrúnu Ósk. Elín Jóna síðan með góða vörslu í marki Hauka.13-16 (42.mín) - Ruðningur dæmdur á Mariu og Steinunn skorar af línunni í næstu sókn Fram. Þriggja marka munur og Óskar tekur leikhlé fyrir Hauka.13-15 (41.mín) - Ragnheiður Ragnarsdóttir óheppin hjá Haukum, fer í gegn í horninu og skýtur í innanverða stöngina. Fram tapa hins vegar boltanum og Haukar fá tækifæri til að minnka muninn á ný.13-15 (40.mín) - Sigurbjörg kominn aftur inn hjá Fram og Haukar taka Ragnheiði úr umferð. Það virkar því þær vinna boltann og halda í sókn.13-15 (39.mín) - Ragnheiður skorar úr hraðaupphlaupi og kemur Fram tveimur mörkum yfir á ný.13-14 (37.mín) - María Karlsdóttir fær tveggja mínútna brottvísun hjá Haukum fyrir að halda Marthe. Haukar vinna boltann í kjölfarið eftir misheppnaða sendingu Guðrúnar Þóru.13-14 (37.mín) - Sigrún skorar úr horninu, skot sem Guðrún Ósk hefði líklega átt að verja. Haukar voru í miklum vandræðum einum fleiri í sókninni og höndin var komin upp þegar Sigrún skoraði.12-14 (36.mín) - Fram bætir við sóknarmanni þar sem þær eru einum færri og Ragnheiður skorar gott mark. Tveggja marka munur á ný.12-13 (35.mín) - Steinunn skorar af línunni og fær svo dæmdar á sig tvær mínútur fyrir að trufla Hauka þegar þær taka miðju. Haukar fara illa að ráði sínu einum fleiri og Guðrún grípur slakt skot þeirra.12-12 (34.mín) Maria Ines skorar af gólfinu eftir afar langa sókn. Elín Jóna ver síðan í marki Hauka sem fá svo dæmdan á sig ruðning þegar þær gátu komist yfir.11-12 (32.mín) - Hafdís Shizuka skorar með góðu marki fyrir Fram og Guðrún Ósk ver síðan í markinu frá Mariu líkt og Elín Jóna gerir frá Ragnheiði.11-11 (31.mín) - Ramune jafnar úr víti, fyrsta vítið af þremur sem Haukar nýta.10-11 (Hálfleikur) - Þetta fer að hefjast á ný. Maria Ines Pereira er markahæst Hauka með 3 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir hefur skorað 4 fyrir Fram. Haukar byrja í sókn og geta jafnað metin.10-11 (Fyrri hálfleik lokið) - Þetta var ÓTRÚLEGT! Elín Jóna varði frá Elísabetu á línunni og Ramune fékk boltann frá Elínu í kjölfarið. Hún tók nokkur skref yfir miðju og stökk upp og þrumaði í hornið. Hún var nær miðju en marki með alla vörn Fram fyrir framan sig. Þetta hlýtur að gefa Haukum aukinn kraft fyrir leikhléið og munurinn aðeins eitt mark.9-11 (30.mín) - Maria skorar gott mark eftir gegnumbrot og Stefán tekur leikhlé þegar rúmar 30 sekúndur eru til hálfleiks. Vill stilla upp í góða sókn og fá mark í þessari lokasókn.8-11 (29.mín) - Haukar unnu boltann en töpuðu honum svo í sókninni í kjölfarið. Marthe Sördal komst ein í hraðaupphlaup og skoraði örugglega. 8-10 (28.mín) - Sigrún Jóhannsdóttir vinnur boltann í vörninni og skorar í tómt mark Fram. Stefán hefur spilað með tvo línumenn síðustu mínútur, bætt Elísabetu Gunnarsdóttir í sóknina og tekið Guðrúnu Ósk út á meðan. Það gekk ekki vel núna.7-10 (27.mín) - Hildur kemur Fram þremur mörkum yfir úr vítakasti, klobbar Elínu Jónu.7-9 (25.mín) - Ragnheiður Júlíusdóttir stekkur upp langt fyrir utan og þrumar í fjærhornið. Hefur lítið fyrir þessu að því er virðist.7-8 (24.mín) - María Karlsdóttir skorar af línunni í seinni bylgjunni og minnkar muninn í eitt mark. Elín Jóna er að verja vel í marki Hauka fyrir aftan sterka vörn. Framvörnin líka að standa vel.6-8 (22.mín) - Eftir aðra misheppnaða sókn Hauka tókst Rebekku Rut Skúladóttur að skora gott mark úr hraðaupphlaupi. Ekki í fyrsta sinn sem hún er langfyrst fram völlinn.6-7 (20.mín) - Óskar tók leikhlé en Haukar töpuðu boltanum í sókninni strax í kjölfarið. Fram fékk dæmt á sig tvígrip þegar þær brunuðu upp og Ramune skaut í slá úr ágætu færi. 6-7 (18.mín) - Ramune fékk flugbraut eftir að Elín Jóna varði í markinu og Haukar fengu hraða sókn. Hún skorar sitt fyrsta mark og munurinn eitt mark. Vörn Hauka afar sterk þessa stundina og þær vinna boltann á ný og geta jafnað.5-7 (17.mín) - Maria Ines skorar sitt annað mark og minnkar muninn. Haukar að skora úr hraðri sókn, eitthvað sem þær þurfa og treysta á.4-7 (15.mín) - Hildur kemur fram þremur mörkum yfir á ný.4-6 (14.mín) - Loks kom mark úr uppstilltri sókn Hauka. Maria með þrumuskot í samskeytin. Í raun ótrúlegt að Fram sé tveimur mörkum yfir miðað við hversu mistækar þær hafa verið í sókninni.3-6 (13.mín) - Guðrún Erla fær tvö dauðafæri til að skora en misnotar bæði. Guðrún Ósk ver frá henni víti og svo frákastið sömuleiðis með miklum tilþrifum. Haukar verða að nýta færin sín betur ætli þær sér sigur í dag.3-6 (12.mín) - Sigurbjörg fær hvíld hjá Fram enda held ég að hún sé komin með 3-4 tapaða bolta í sókninni.3-6 (12.mín) - Marthe skorar af harðfylgi, hirti frákast eftir stangarskot og vippaði yfir Elínu Jónu í markinu. Haukar áttu síðan misheppnað skot og Ragnheiður skoraði af línunni eftir hraða sókn. Þriggja marka munur.3-4 (10.mín) - Enn einn tapaði boltinn hjá Fram í sókninni og Haukar skora Guðrún Erla skorar úr hraðaupphlaupi. Þær fá svo tækifæri til að jafna eftir stangarskot Hauka en Maria skýtur yfir.2-4 (8.mín) - Guðrún Þóra platar varnarmenn Hauka upp úr skónum og kemur Fram tveimur mörkum yfir. Haukar hafa ekki náð að nýta sér mistök Fram í sókninni.2-3 (7.mín) - Báðir markmennirnir búnir að verja sitthvort skotið. Haukar geta jafnað en Guðrún Ósk ver á ný. Fram tapar svo boltanum í þriðja sinn á frekar klaufalegan hátt.2-3 (4.mín) - Erla skorar sitt annað mark úr horninu og jafnar eftir að Ragnheiður hafði skorað. Fram kemur vel á móti Ramune í vörninni. Ragnheiður skorar svo aftur fyrir Fram.1-1 (3.mín) - Guðrún Erla skýtur í slá úr víti en Sigurbjörg á misheppnaða sendingu þegar Fram er að stilla upp í sókn og Haukar fara aftur í sókn.1-1 (2.mín) - Haukar vörðu boltann í vörninni og Erla Eiríksdóttir skoraði gott mark úr horninu. Hildur reyndar ekki lengi að jafna metin fyrir Fram en Haukar voru rétt búnir að vinna boltann í vörninni nokkrum sekúndum áður.0-0 (1.mín) - Framarar hefja leikinn í sókn með þær Marthe, Ragnheiði, Sigurbjörgu, Hildi, Guðrúnu Þóru og Steinunni í sókn. Haukar byrja í 6-0 vörn.15:58: Búið að kynna liðin til leiks, ljósashow og allt hvaðeina. Það er enn nóg af plássi á pöllunum og nokkuð af Frömurum mættir til að styðja sitt lið. Ég auglýsi eftir fleiri stuðningsmönnum Hauka. 15:50: Þá eru liðin komin inn í búningsklefa og verða kynnt til leiks von bráðar. Við hvetjum fólk til að drífa sig hingað á Ásvelli því það má alveg gera ráð fyrir dramatík og spennu líkt og síðast.15:45: Það verður áhugavert að sjá hvort Haukar ná að jafna sig eftir áfallið í síðasta leik þar sem þær voru með góða stöðu og fengu á sig mark úr aukakasti á síðustu sekúndunni. Þær þurfa að byrja þennan leik gegn sterku Framliði sem flestir búast við að fari í úrslitaeinvígið.15:40: Þetta gæti verið síðasti heimaleikurinn þar sem Óskar Ármannsson verður við stjórnvölinn hjá Haukum en hann mun hætta með liðið eftir þetta tímabil og Elías Már Halldórsson, sem leikið hefur með karlaliði Hauka um árabil, mun taka við. 15:35: Það er óhætt að segja að nóg pláss sé á pöllunum nú þegar 25 mínútur eru til leiks. Það eru 10 áhorfendur mættir í þessum skrifuðu orðum en þeim á vafalaust eftir að fjölga á næstu mínútum. Þessi félög mættust í 8-liða úrslitum karlamegin og sú rimma var heldur betur söguleg þar sem Fram gerði sér lítið fyrir og lögðu Hauka eftir vítakeppni í oddaleik. Haukar vilja því eflaust hefna fyrir það tap með sigri hér í þessu einvígi. 15:30: Liðin enduðu í 2. og 3.sæti deildarinnar í vetur þar sem Fram rétt missti af deildarmeistaratitlinu eftir tap gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Liðin mættust í þrígang í deildarkeppninni. Fram vann fyrsta leik liðanna 24-20 að Ásvöllum í september og unnu eins marks sigur 17-16 þegar þau mættust í annað sinn í Framhúsinu í nóvember. Það voru hins vegar Haukar sem unnu síðasta deildarleik liðanna þegar þær unnu 26-23 sigur hér á Ásvöllum í febrúar. 15:25: Liðin eru mætt út á völl í upphitun enda rétt rúmur hálftími til leiks. Fram vann dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna í Safamýrinni þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti. Haukar höfðu leitt lengst af í þeim leik og tapið því svekkjandi fyrir þær. 15:25: Góðan daginn og verið velkomin með Boltavakt Vísis í Hafnarfjörð, nánar tiltekið Schenker-höllina á Ásvöllum, þar sem heimastúlkur í Haukum taka á móti Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Fram er komið í 2-0 forystu gegn Haukum í undanúrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmarkið þegar 30 sekúndur voru eftir og Fram getur nú tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins með sigri í næsta leik. Leikurinn í dag hófst fremur rólega og bæði lið voru að spila feykivel í vörninni. Haukar áttu þó í töluvert meiri vandræðum þegar þær stilltu upp í sókn og komust lítið áleiðis gegn vörn Fram auk þess að fara illa með færin. Sóknarlega gerði Framliðið hins vegar urmul klaufalegra mistaka, köstuðu boltanum trekk í trekk útaf eða beint í hendur Haukastúlkna sem hefðu átt að nýta sér þessi mistök betur. Fram hafði yfirhöndina í hálfleiknum og Haukar treystu mikið á mörk úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju eftir góðan varnarleik. Það gerðist í nokkur skipti en Fram komst mest þremur mörkum yfir í 7-4 og svo aftur 11-8. Markmenn beggja liða voru að verja vel, Elín Jóna Þorsteinsdóttir í marki Hauka varði 9 skot í fyrri hálfleik og Guðrún Ósk Maríasdóttir 8 í marki Fram. Þegar Fram komst í 11-8 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks áttu Haukar góðan kafla og náðu að minnka muninn í 11-10 fyrir leikhlé. Lokamark hálfleiksins var ótrúlegt. Eftir góða vörslu frá Elínu Jónu fékk Ramune Pekarskyte boltann, tók nokkur skref yfir miðju, stökk upp og þrumaði boltanum neðst í hornið framhjá vörninni og Guðrúnu í markinu. Ótrúlegt mark og Haukar fóru því vel stemmdir inn í hálfleik þrátt fyrir að vera marki undir. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Það var lítið skorað og bæði lið í vandræðum sóknarlega gegn sterkum vörnum og góðum markvörðum. Fram hélt forystunni sem var þó aldrei meiri en 2-3 mörk. Þegar fimm mínútur voru eftir gat Fram komist þremur mörkum yfir í stöðunni 19-17 en Haukar jöfnuðu þess í stað metin í 19-19 þegar tæpar tvær mínútur lifðu leiks. Fram hélt í sókn en tapaði boltanum á ný og Haukar fengu tækifæri til að komast yfir með rúma mínútu eftir. Þær fóru hins vegar illa að ráði sínu, töpuðu boltanum og Fram fékk boltann. Það nýttu þær sér og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði gott mark þegar um hálf mínúta var eftir. Það reyndist sigurmarkið í dag því Haukar nýttu ekki sína síðustu sókn, vörn Fram varði skot frá Mariu Ines Periera og gestirnir fögnuðu sætum sigri. Þetta er annar leikurinn í röð sem Ragnheiður skorar sigurmark Framara en í síðsta leik skoraði hún beint úr aukakasti þegar tíminn var runninn út. Fram er því komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á heimavelli á þriðjudag. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst hjá Fram í dag með 8 mörk og Hildur Þorgeirsdóttir skoraði 4. Þá varði Guðrún Ósk Maríasdóttir 16 skot í markinu og þar af eitt vítaskot. Hjá Haukum skoraði Ramune Pekarskyte 7 mörk og var markahæsto en Maria Ines skoraði 5. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var frábær í markinu og varði 20 skot. Stefán: Það þarf að vinna þrjá leikiStefán messar yfir sínum stúlkum.vísir/ernirStefán Arnarson þjálfari Fram var ánægður með að hans stelpur væru komnar með 2-0 forystu í einvíginu gegn Haukum. Hann sagði einvígið þó ekki búið enn. „Í heild sinni fannst mér við betri í fyrri hálfleik og ég var ósáttur með að fara bara með eins marks forystu í hálfleik. Við fengum tvö færi af línunni sem við klikkum á og þær ná að refsa með marki af 18 metra færi,“ sagði Stefán í samtali við Vísi eftir leik og markið sem um ræðir er ótrúlegt mark Ramune Pekarskyte á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Síðan var þetta jafnt í seinni hálfleik og liðin eru mjög jöfn. Ég er ánægður að hafa unnið,“ bætti Stefán við. Framliðið gerði töluvert af mistökum sóknarlega í upphafi og áttu í vandræðum gegn sterkri vörn Hauka sem og Elínu Jónu í markinu. „Þú ert kominn í úrslitakeppni og við búin að spila 7-8 leiki við Hauka í vetur og liðin þekkjast mjög vel. En það er rétt að okkar ákvarðanatökur hefðu getað verið betri stundum. Það er sjálfstraust í mínu liði og þær neita að gefast upp undir lokin. Það er að skila okkur aftur sigri.“ Næsti leikur verður í Safamýrinni á þriðjudag þar sem Fram getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri. Er mikilvægt að ná að klára þann leik og fá þá góða hvíld fyrir mögulegt úrslitaeinvígi? „Það er frábært ef við gerum það. Það þarf hins vegar að vinna þrjá leiki þannig að Haukar eru enn inni í þessu einvígi. Ég þarf að skoða þennan leik vel í kvöld og koma með einhver svör fyrir næsta leik,“ sagði Stefán að lokum. Óskar: Engin ástæða til þess að missa trúnaÓskar Ármannsson þjálfari Hauka sagði enga ástæðu til að minnka trúna þrátt fyrir tapið gegn Fram í dag.vísir/hannaÓskar Ármannsson þjálfari Hauka var svekktur eftir annað nauma tapið gegn Fram í röð í undanúrslitaeinvíginu í Olís-deild kvenna. Hann sagði enga ástæðu til að leggja árar í bát. „Þetta var frekar áþekkt síðasta leik, kannski aðeins meira basl á báðum liðum sóknarlega. Varnarleikur og markvarsla var í góðu lagi. Í lokin er svo ónákvæmni af okkar hálfu sem gerir það að verkum að við töpum. Við fáum hraðaupphlaup í bakið einum fleiri og náum ekki að setja á þær í lokin,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Óskar var ósáttur við sínar stelpur í lok leiksins en sagði það hafa snúist um næstsíðustu sóknina hjá hans liði. „Við förum of snemma í aðgerð. Það var rúm mínúta til leiksloka og fórum of snemma í aðgerðina í stað þess að bíða og gefa þeim smá meira loft og fara þá af stað. Þess í stað fá þær boltann og skora sigurmarkið. Þá er kannski orðinn of lítill tími í lokasókn og við náðum ekki að útfæra hana nógu vel heldur,“ bætti Óskar við. Fram gerði töluvert af mistökum sóknarlega í upphafi leiks sem Haukum tókst ekki að nýta sér nógu vel því gestirnir náðu þriggja marka forystu eftir 15 mínútna leik. „Það er þeirra leikur en við höfum ekki náð að nýta það í nægjanlega miklu magni hingað til. Það er okkar að reyna að ná því betur. Ég hefði kannski getað bætt við sóknarmanni fyrr, kannski kom það aðeins of seint. Það gæti verið,“ sagði Óskar en það var ekki fyrr en undir lokin sem Haukar bættu við auka manni í sóknarleiknum. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag og þá er að duga eða drepast fyrir Hauka, með tapi eru þær úr leik. „Ég ætla rétt að vona að trúin sé til staðar. Ég sé enga ástæðu til að missa hana eftir að hafa tapað tvisvar með einu marki gegn Fram. Við erum búin að vera að spila á móti þessu liði með þessum uppstillingum í tvö ár. Þó svo að við séum kannski undir á þessu ári þá er engin ástæða til annars en að hafa fulla trú á sigri, við höfum alveg lið í það,“ sagði Óskar að lokum. Hildur: Okkur þyrstir í titilFram þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins.vísir/ernirSkyttan öfluga hjá Fram, Hildur Þorgeirsdóttir, sagði liðið þurfa að laga sóknarleikinn fyrir næsta leik í einvíginu gegn Haukum. Hún var þó hæstánægð með sigurinn í Hafnarfirði í dag. „Við erum að skjóta svolítið illa í leiknum en í heildina er ég ánægð með sigurinn. Við viljum spila hraðan bolta og þá koma tæknifeilar. Við erum að reyna að fækka þeim með hverjum leik en höfum ekki alveg náð dampi þar. Við þurfum að einbeita okkur að því að fækka mistökunum.“ „Sóknarlega þurfum við að laga okkar leik. Við erum að skora 20 mörk og erum að láta markmanninn þeirra verja of mikið. Við erum að skjóta of mikið í hennar horn en heilt yfir er ég sátt.“ Framliðið getur tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í næsta leik en Hildur sagði ekkert unnið þó svo að þær væru í góðri stöðu og sagði úrslitin í deildarkeppninni gott dæmi um það. „Auðvitað er mikilvægt að fá hvíld. Það er samt ekkert unnið strax og það sýndi sig í deildinni, við vorum búnar að vera efstar allan veturinn og missum af titlinum í síðasta leik. Við þurfum enn að koma af 100% krafti í síðasta leikinn. Við erum mjög þyrstar í titil og ætlum að hefna fyrir það tap,“ sagði Hildur að lokum.Maria Ines reynir að brjótast í gegnum vörn Fram.vísir/ernir19-20 (Leik lokið) - Aftur er það Ragnheiður sem tryggir Fram sigurinn. Haukar fengu tækifæri í lokin til að jafna en vörn Fram varði skot Mariu Ines úr erfiðri stöðu. Óskar brjálaður út í Mariu einhverra hluta vegna. Fram komið í 2-0!19-20 (60.mín) - Fram tapar boltanum og Haukar halda í sókn. Þær tapa boltanum sömuleiðis og Fram er nú í sókn og Ragnheiður skorar. 30 sekúndur eftir.19-19 (59.mín) - Maria Ines jafnar af miklu harðfylgi. Haukar höfðu bætt við manni í sóknina en voru í erfiðleikum þrátt fyrir það þegar Fram tók Ramune úr umferð. Stefán tekur leikhlé þegar tæpar tvær mínútur eru eftir.18-19 (57.mín) - Ramune minnkar muninn með góðu skoti. 3 mínútur eftir og Fram í sókn.17-19 (56.mín) - Haukar fara afar illa að ráði sínu. Ramune á erfiða sendingu inn á línuna sem Framarar komast inn í. Heimaliðið er svo afar lengi að hlaupa til baka og Guðrún Þóra skorar úr hraðaupphlaupi.17-18 (55.mín) - Fram náði að spila langa sókn einum færri en henni lauk með skoti Hildar yfir markið. Ramune lendir síðan í árekstri við Steinunni þegar hún reynir að fara í gegnum vörn Fram. Aukakast dæmt en einhverjir Framarar vilja meina að Ramune hafi farið með olnbogann á undan sér í andlit Steinunnar. Óskar tekur leikhlé í annað sinn og Haukar geta jafnað. 19 sekúndur þar til Fram fær sjöunda manninn inná.17-18 (54.mín) - Loksins mark hjá Haukum og það frá Ramune úr víti. Marthe fékk tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Haukar verða að nýta sér þetta.16-18 (53.mín) - Bæði lið að misnota sóknir, Ragnheiður og Ramune með sitthvort skotin framhjá. Fram aftur í sókn en Hildur skýtur í stöng úr góðu færi. 16-18 (51.mín) - Mikilvæg varsla frá Guðrúnu Ósk úr algjöru dauðafæri sem Guðrún Erla fekk á línunni. Fram getur komist þremur mörkum yfir.16-18 (50.mín) - Ragnheiður skorar eftir fínt kerfi hjá Fram. Sóknarleikur Fram flýtur betur en hjá Haukunum sem enn eiga í vandræðum í uppstilltum sóknarleik.16-17 (49.mín) - Ramune skorar gott mark og minnkar muninn.15-17 (49.mín) - Hildur skorar gott mark af gólfinu eftir vandræðalega sókn Fram. Óskar brjálaður útí vararmenn sína fyrir að koma ekki betur út á móti Hildi.15-16 (47.mín) - Elín Jóna með magnaða vörslu frá Steinunni og Haukar geta jafnað. Elín Jóna búin að vera frábær í dag.15-16 (46.mín) - Ramune leikur sér að Guðrúnu Ósk á vítalínunni. Gabbar hana tvisvar og Guðrún sest. Eftirleikurinn því auðveldur fyrir Ramune sem minnkar muninn í eitt mark. Stefán tekur leikhlé fyrir Fram.14-16 (45.mín) - Sóknarleikur beggja liða áfram frekar stirður. Sigrún minnkar muninn í tvö mörk af harðfylgi, vippaði í slána en hirti frákastið sjálf og skoraði undir Guðrúnu Ósk. Elín Jóna síðan með góða vörslu í marki Hauka.13-16 (42.mín) - Ruðningur dæmdur á Mariu og Steinunn skorar af línunni í næstu sókn Fram. Þriggja marka munur og Óskar tekur leikhlé fyrir Hauka.13-15 (41.mín) - Ragnheiður Ragnarsdóttir óheppin hjá Haukum, fer í gegn í horninu og skýtur í innanverða stöngina. Fram tapa hins vegar boltanum og Haukar fá tækifæri til að minnka muninn á ný.13-15 (40.mín) - Sigurbjörg kominn aftur inn hjá Fram og Haukar taka Ragnheiði úr umferð. Það virkar því þær vinna boltann og halda í sókn.13-15 (39.mín) - Ragnheiður skorar úr hraðaupphlaupi og kemur Fram tveimur mörkum yfir á ný.13-14 (37.mín) - María Karlsdóttir fær tveggja mínútna brottvísun hjá Haukum fyrir að halda Marthe. Haukar vinna boltann í kjölfarið eftir misheppnaða sendingu Guðrúnar Þóru.13-14 (37.mín) - Sigrún skorar úr horninu, skot sem Guðrún Ósk hefði líklega átt að verja. Haukar voru í miklum vandræðum einum fleiri í sókninni og höndin var komin upp þegar Sigrún skoraði.12-14 (36.mín) - Fram bætir við sóknarmanni þar sem þær eru einum færri og Ragnheiður skorar gott mark. Tveggja marka munur á ný.12-13 (35.mín) - Steinunn skorar af línunni og fær svo dæmdar á sig tvær mínútur fyrir að trufla Hauka þegar þær taka miðju. Haukar fara illa að ráði sínu einum fleiri og Guðrún grípur slakt skot þeirra.12-12 (34.mín) Maria Ines skorar af gólfinu eftir afar langa sókn. Elín Jóna ver síðan í marki Hauka sem fá svo dæmdan á sig ruðning þegar þær gátu komist yfir.11-12 (32.mín) - Hafdís Shizuka skorar með góðu marki fyrir Fram og Guðrún Ósk ver síðan í markinu frá Mariu líkt og Elín Jóna gerir frá Ragnheiði.11-11 (31.mín) - Ramune jafnar úr víti, fyrsta vítið af þremur sem Haukar nýta.10-11 (Hálfleikur) - Þetta fer að hefjast á ný. Maria Ines Pereira er markahæst Hauka með 3 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir hefur skorað 4 fyrir Fram. Haukar byrja í sókn og geta jafnað metin.10-11 (Fyrri hálfleik lokið) - Þetta var ÓTRÚLEGT! Elín Jóna varði frá Elísabetu á línunni og Ramune fékk boltann frá Elínu í kjölfarið. Hún tók nokkur skref yfir miðju og stökk upp og þrumaði í hornið. Hún var nær miðju en marki með alla vörn Fram fyrir framan sig. Þetta hlýtur að gefa Haukum aukinn kraft fyrir leikhléið og munurinn aðeins eitt mark.9-11 (30.mín) - Maria skorar gott mark eftir gegnumbrot og Stefán tekur leikhlé þegar rúmar 30 sekúndur eru til hálfleiks. Vill stilla upp í góða sókn og fá mark í þessari lokasókn.8-11 (29.mín) - Haukar unnu boltann en töpuðu honum svo í sókninni í kjölfarið. Marthe Sördal komst ein í hraðaupphlaup og skoraði örugglega. 8-10 (28.mín) - Sigrún Jóhannsdóttir vinnur boltann í vörninni og skorar í tómt mark Fram. Stefán hefur spilað með tvo línumenn síðustu mínútur, bætt Elísabetu Gunnarsdóttir í sóknina og tekið Guðrúnu Ósk út á meðan. Það gekk ekki vel núna.7-10 (27.mín) - Hildur kemur Fram þremur mörkum yfir úr vítakasti, klobbar Elínu Jónu.7-9 (25.mín) - Ragnheiður Júlíusdóttir stekkur upp langt fyrir utan og þrumar í fjærhornið. Hefur lítið fyrir þessu að því er virðist.7-8 (24.mín) - María Karlsdóttir skorar af línunni í seinni bylgjunni og minnkar muninn í eitt mark. Elín Jóna er að verja vel í marki Hauka fyrir aftan sterka vörn. Framvörnin líka að standa vel.6-8 (22.mín) - Eftir aðra misheppnaða sókn Hauka tókst Rebekku Rut Skúladóttur að skora gott mark úr hraðaupphlaupi. Ekki í fyrsta sinn sem hún er langfyrst fram völlinn.6-7 (20.mín) - Óskar tók leikhlé en Haukar töpuðu boltanum í sókninni strax í kjölfarið. Fram fékk dæmt á sig tvígrip þegar þær brunuðu upp og Ramune skaut í slá úr ágætu færi. 6-7 (18.mín) - Ramune fékk flugbraut eftir að Elín Jóna varði í markinu og Haukar fengu hraða sókn. Hún skorar sitt fyrsta mark og munurinn eitt mark. Vörn Hauka afar sterk þessa stundina og þær vinna boltann á ný og geta jafnað.5-7 (17.mín) - Maria Ines skorar sitt annað mark og minnkar muninn. Haukar að skora úr hraðri sókn, eitthvað sem þær þurfa og treysta á.4-7 (15.mín) - Hildur kemur fram þremur mörkum yfir á ný.4-6 (14.mín) - Loks kom mark úr uppstilltri sókn Hauka. Maria með þrumuskot í samskeytin. Í raun ótrúlegt að Fram sé tveimur mörkum yfir miðað við hversu mistækar þær hafa verið í sókninni.3-6 (13.mín) - Guðrún Erla fær tvö dauðafæri til að skora en misnotar bæði. Guðrún Ósk ver frá henni víti og svo frákastið sömuleiðis með miklum tilþrifum. Haukar verða að nýta færin sín betur ætli þær sér sigur í dag.3-6 (12.mín) - Sigurbjörg fær hvíld hjá Fram enda held ég að hún sé komin með 3-4 tapaða bolta í sókninni.3-6 (12.mín) - Marthe skorar af harðfylgi, hirti frákast eftir stangarskot og vippaði yfir Elínu Jónu í markinu. Haukar áttu síðan misheppnað skot og Ragnheiður skoraði af línunni eftir hraða sókn. Þriggja marka munur.3-4 (10.mín) - Enn einn tapaði boltinn hjá Fram í sókninni og Haukar skora Guðrún Erla skorar úr hraðaupphlaupi. Þær fá svo tækifæri til að jafna eftir stangarskot Hauka en Maria skýtur yfir.2-4 (8.mín) - Guðrún Þóra platar varnarmenn Hauka upp úr skónum og kemur Fram tveimur mörkum yfir. Haukar hafa ekki náð að nýta sér mistök Fram í sókninni.2-3 (7.mín) - Báðir markmennirnir búnir að verja sitthvort skotið. Haukar geta jafnað en Guðrún Ósk ver á ný. Fram tapar svo boltanum í þriðja sinn á frekar klaufalegan hátt.2-3 (4.mín) - Erla skorar sitt annað mark úr horninu og jafnar eftir að Ragnheiður hafði skorað. Fram kemur vel á móti Ramune í vörninni. Ragnheiður skorar svo aftur fyrir Fram.1-1 (3.mín) - Guðrún Erla skýtur í slá úr víti en Sigurbjörg á misheppnaða sendingu þegar Fram er að stilla upp í sókn og Haukar fara aftur í sókn.1-1 (2.mín) - Haukar vörðu boltann í vörninni og Erla Eiríksdóttir skoraði gott mark úr horninu. Hildur reyndar ekki lengi að jafna metin fyrir Fram en Haukar voru rétt búnir að vinna boltann í vörninni nokkrum sekúndum áður.0-0 (1.mín) - Framarar hefja leikinn í sókn með þær Marthe, Ragnheiði, Sigurbjörgu, Hildi, Guðrúnu Þóru og Steinunni í sókn. Haukar byrja í 6-0 vörn.15:58: Búið að kynna liðin til leiks, ljósashow og allt hvaðeina. Það er enn nóg af plássi á pöllunum og nokkuð af Frömurum mættir til að styðja sitt lið. Ég auglýsi eftir fleiri stuðningsmönnum Hauka. 15:50: Þá eru liðin komin inn í búningsklefa og verða kynnt til leiks von bráðar. Við hvetjum fólk til að drífa sig hingað á Ásvelli því það má alveg gera ráð fyrir dramatík og spennu líkt og síðast.15:45: Það verður áhugavert að sjá hvort Haukar ná að jafna sig eftir áfallið í síðasta leik þar sem þær voru með góða stöðu og fengu á sig mark úr aukakasti á síðustu sekúndunni. Þær þurfa að byrja þennan leik gegn sterku Framliði sem flestir búast við að fari í úrslitaeinvígið.15:40: Þetta gæti verið síðasti heimaleikurinn þar sem Óskar Ármannsson verður við stjórnvölinn hjá Haukum en hann mun hætta með liðið eftir þetta tímabil og Elías Már Halldórsson, sem leikið hefur með karlaliði Hauka um árabil, mun taka við. 15:35: Það er óhætt að segja að nóg pláss sé á pöllunum nú þegar 25 mínútur eru til leiks. Það eru 10 áhorfendur mættir í þessum skrifuðu orðum en þeim á vafalaust eftir að fjölga á næstu mínútum. Þessi félög mættust í 8-liða úrslitum karlamegin og sú rimma var heldur betur söguleg þar sem Fram gerði sér lítið fyrir og lögðu Hauka eftir vítakeppni í oddaleik. Haukar vilja því eflaust hefna fyrir það tap með sigri hér í þessu einvígi. 15:30: Liðin enduðu í 2. og 3.sæti deildarinnar í vetur þar sem Fram rétt missti af deildarmeistaratitlinu eftir tap gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Liðin mættust í þrígang í deildarkeppninni. Fram vann fyrsta leik liðanna 24-20 að Ásvöllum í september og unnu eins marks sigur 17-16 þegar þau mættust í annað sinn í Framhúsinu í nóvember. Það voru hins vegar Haukar sem unnu síðasta deildarleik liðanna þegar þær unnu 26-23 sigur hér á Ásvöllum í febrúar. 15:25: Liðin eru mætt út á völl í upphitun enda rétt rúmur hálftími til leiks. Fram vann dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna í Safamýrinni þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmarkið beint úr aukakasti. Haukar höfðu leitt lengst af í þeim leik og tapið því svekkjandi fyrir þær. 15:25: Góðan daginn og verið velkomin með Boltavakt Vísis í Hafnarfjörð, nánar tiltekið Schenker-höllina á Ásvöllum, þar sem heimastúlkur í Haukum taka á móti Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti