Kvöldsund um helgar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:45 Ólafur Egill Egilsson vill lengri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar. Vísir/Eyþór Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum. Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum.
Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið