Leit að íslenskum dreng: „Viljum fá að vita að það sé í lagi með hann“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2017 19:11 Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Sænsk kona er stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán. Magðalena Níelsdóttir, er móðir drengsins. Hún bjó í Svíþjóð ásamt syni sínum, Emil Kára Peterson, en hún og sænskur faðir drengsins voru með sameiginlegt forræði. Í nóvember 2015 sagðist Magðalena ætla í frí með drenginn og ekkert hefur spurst til mæðginanna síðan. Stjúpmóðir Emils, Erika Nilsson, hefur síðustu vikuna verið á Íslandi til að setja sig í samband við lögregluyfirvöld, dreifa miðum í póstkassa og hengja upp plaköt. En hún hefur engar vísbendingar fengið um hvar Emil og móðir hans eru stödd.Erika hefur gengið um alla borgina, dreift miðum í póstkassa og hengt upp plaköt.„Lögreglan hefur talað við ættingja hennar og þeir segjast ekkert vita og líklega vita flestir ekki hvar þau eru. Þannig að það eru engar nýjar vísbendingar," segir Erika Nilsson. Lögreglan í Svíþjóð telur líklegt að móðirin feli sig á Íslandi en það finnst íslenskum lögregluyfirvöldum ólíklegt nema hún haldi sig innandyra með drenginn öllum stundum. Emil er með sjaldgæfan meltingafærasjúkdóm og þarf að vera undir reglulegu eftirliti sérfræðinga. „Ég hef áhyggjur af heilsu hans, að hann sé ekki undir eftirliti. En ég hef líka áhyggjur af félagslegum og andlegum þroska hans, því ef þau eru í felum þá gengur hann ekki í leikskóla eða skóla, og er ekki að leika með öðrum börnum," segir Erika. Á morgun á Emil afmæli og verður sex ára gamall. Íslensk og sænsk lögregluyfirvöld leita Magðalenu Níelsdóttur, móður Emils Kára.„Á morgun hefur hann misst af tveimur afmælum og tveimur jólum með fjölskyldu sinni.“ Fjölskyldan hefur sett upp heimasíðu og hægt er að koma upplýsingum þangað eða beint til lögreglu. Ef einhver getur látið okkur vita að hann sé í lagi eða jafnvel á lífi, því það vitum við ekki, þá væri það svo gott. Jafnvel þótt það væri nafnlaus ábending - bara að fá að vita eitthvað um hann," segir Erika sem fer aftur til Svíþjóðar á laugardaginn. Viðtal við Eriku má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira