Þegar rúmur hálftími var í oddaleik KR og Grindavíkur var miðasölunni lokað. Það er uppselt sem er fáheyrt á íslenskum íþróttaviðburði.
Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri áhorfendur í húsinu.
„Þetta hefur ekki gerst áður. Það eru fleiri í húsinu núna en á leiknum 2009. Það er auðvitað frábært. Svona viljum við hafa það,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, kátur.
Böðvar bætti við að það væri helmingi fleiri pallar í húsinu núna en 2009.
Að sögn KR-inga eru 2.700 manns í DHL-höllinni og það gerir þetta að einum stærsta, ef ekki stærsta, viðburði íslenskrar körfuboltasögu.
Rúmum klukkutíma fyrir leik var fólk beðið um að standa upp í öllum stúkum svo hægt væri að koma öllum fyrir.
Stemningin á leiknum verður rosaleg. Það er klárt.
Uppselt í DHL-höllina

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 95-56 | Grindavík eins og lömb leidd til slátrunar
KR varð í kvöld Íslandsmeistari fjórða árið í röð er liðið slátraði Grindvíkingum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. KR afgreiddi leikinn strax í fyrri hálfleik en munurinn var 31 stig í hálfleik, 49-18. Ótrúleg spilamennska hjá meisturunum. KR vinnur því alla titla sem voru í boði í ár.