Svölu hefur að sögn fréttaritara Vísis í Kænugarði gengið afar vel bæði á æfingum og svo í dómararennslinu í gær auk þess sem töluverður áhugi hefur verið á henni meðal blaðamanna ytra.
Íslendingar virðast upp til hópa frekar bjartsýnir fyrir kvöldinu ef marka má samfélagsmiðla en veðbankar eru ekki jafnbjartsýnir og telja að Svala komist ekki áfram. En hver hefur rétt fyrir sér? Það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld en þú getur greitt atkvæði þitt í könnuninni hér að neðan.
Áfram Svala!