Lífið

Bó biðlar til Evrópu allrar: Sendið Svölu ást og atkvæði

Jakob Bjarnar skrifar
Frægð Bós nær langt út fyrir landsteina, hann er vel þekktur í Eurovision-heimum og munar um minna en stuðing hans.
Frægð Bós nær langt út fyrir landsteina, hann er vel þekktur í Eurovision-heimum og munar um minna en stuðing hans.
Björgvin Halldórsson, sjálfur Bó Hall, styður dóttur sína með ráð og dáð eins og góðum föður sæmir. Hann sendi nýverið frá sér opið bréf á Facebooksíðu sinni, til vina sinna á erlendri grundu og biðlar hann til Evrópu allrar.

Skilaboð hans eru einföld: Sendið Svölu ást og atkvæði.

Bó er einn þekktasti dægurlagasöngvari Íslands og frægð hans nær vel út fyrir landsteina. Hann fór sjálfur sem fulltrúi Íslands í Eurovision-keppnina 1995 og söng þá lagið „Núna“ – og gerði það með miklum glæsibrag. Bó er því vel þekktur í Eurovison-heimum og munar um minna; stuðningur á borð við hans.

Ekkert vantar uppá að vinir Bós á Facebook taki undir með honum en nú þegar hafa um 40 manns deilt færslu hans og allt í gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×