„Þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 8. maí 2017 17:00 Mikið að gera hjá Felix úti í Úkraínu. „Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira