Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 07:00 Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Svala sparar röddina með því að skrifa niður það sem hún vill segja. Hún talar lítið og fór meira að segja í partý þar sem hún sagði ekki neitt. „Það kemur smá þreyta þegar maður er að syngja mikið og ég er að passa mig að tala lítið, nema þegar ég er i viðtölum. Ég fór meira að segja í partý þar sem ég talaði ekki neitt,“ segir Svala Sviðið og hljómburður í höllinni er fyrsta flokks og í gær var verið að vinna í því að gera allt tilbúið fyrir sýningu kvöldsins. Gríðarlega margir sjálfboðaliðar vinna til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og öryggisgæslan við höllina og keppendur er með ólíkindum. Hér þarf að tæma alla vasa, allar tölvur eru skoðaðar og myndavélar eru teknar í sundur. Svala tekur þó lífinu með ró og er tilbúin í stóra kvöldið.Getur verið erfitt að vera í öllum þessum viðtölum „Ég er ofboðslega spennt og auðvitað eru alltaf fiðrildi í maganum og annað þegar að stóru stundinni kemur sem er gott því það er gott stress. Ég er ofboðslega spennt að fara á svið og gera þetta 250 prósent.“ Mikið hefur mætt á Svölu sem og öllum keppendum enda um 1250 blaðamenn hér sem nánast allir vilja viðtöl við hana. Hún segist vera með sínar venjur, sína siði og annað þegar kemur að því að geta staðið sig á sviðinu enda lagið erfitt í fluttningi. „Ég er alveg vön að vera í mikilli keyrslu þegar ég er á tónleikaferðalagi með Steed Lord. Þá er maður að spila mikið og mörg kvöld í röð í tvær til þrjár vikur. Þá talar maður lítið sem ekkert og þá nota ég miða til að koma skilaboðum áleiðis,“ segir hún og brosir. Um keppnisskapið og möguleikann að fara áfram segir hún. „Þetta er búið að vera eitt stórkostlegt ævintýri, frá því við lentum í Kænugarði. Það er mikið af tækifærum og mikil vinátta að skapast á milli keppenda og hef ég kynnst nokkrum þeirra. Það er mikil gleði og hamingja þar en maður þarf líka að leyfa sér að njóta. Auðvitað langar mig áfram og standa mig vel eins og í öllu í lífinu. Það eru ótrúlega mörg góð lög í ár og við erum að halda mikið með hvort öðru, sem er svipað eins og í forkeppninni á Íslandi.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sjá meira