Minnstu spámennirnir eru oftast leiðinlegastir Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 09:00 Íslensku sjónvarpsmennirnir eru spenntir fyrir gengi Svölu Björgvinsdóttur frammi fyrir dómnefndarmönnum í kvöld. Mynd/Eurovision „Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“ Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
„Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira