Minnstu spámennirnir eru oftast leiðinlegastir Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 09:00 Íslensku sjónvarpsmennirnir eru spenntir fyrir gengi Svölu Björgvinsdóttur frammi fyrir dómnefndarmönnum í kvöld. Mynd/Eurovision „Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“ Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira