Afraksturinn er nú til sýnis á mánudagskvöldum klukkan 20:05 en þar segir Lóa Pind frá ævintýrum fjölskyldnanna í þáttaröðinni Hvar er best að búa?
Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fasteignasala og afbrotasálfræðing í Kanada, fitnessdrottningu og leiðsögumann í Þýskalandi, par sem er að gera upp gamalt skólahús í Danmörku, sjúkraþjálfara í Qatar, epla- og eggjabændur í Noregi og fimm manna fjölskyldu sem nýtur lífsins á Kanarí.
Fjallað verður um þáttaröðina og gerð hennar strax á eftir íþróttafréttum á Stöð 2 en Lóa Pind og Egill mæta í settið til Loga Bergmann.