Júrógarðurinn er nýr vefþáttur sem verður á Vísi næstu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.
Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson sem eru staddir úti í Kænugarði og munu þeir fjalla ítarlega um keppnina næstu daga.
Í þessum öðrum þætti er aðeins farið yfir hvað sé framundan úti í Úkraínu en þeir félagar hittu á Svölu Björgvinsdóttur í gær og var hljóðið gott í söngkonunni. Svala kom fram í skandinavíska partýinu í gærkvöldi og sló í gegn.
Benni brann á skallanum og Stebbi brann í kjaftinum eins og sjá má hér að ofan.
Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.
Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.
Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Júrógarðurinn: Fengu sjálfstraust við að hitta Svölu
Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Stefán svartsýnn, Benedikt bjartsýnn
Júrógarðurinn er nýr vefþáttur sem verður á Vísi næstu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu.