Vigdísarstofnun líst best á Þórunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 15:20 Vigdís vill nýta sjónvarp til kennslu í ýmsum greinum. "Jafnvel að gera það að eins konar opnum háskóla,“ segir hún. Visir/GVA Vigdísarstofnun, alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, hefur kveðið upp sinn dóm um hvern stofnunin telur best til þess fallin að standa vaktina í hlutverki viðburða- og kynningarstjóra. Starfið var auglýst til umsóknar á dögunum og sóttu 73 um starfið. Í bréfi sem sent var til umsækjenda í dag kom fram að eftir gagngera skoðun umsóknargagna og viðtöl við umsækjendur hafi fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir verið ráðin í starfið. Í framhaldinu kom í ljós að starfsmenn stofnunarinnar voru heldur fljótir til að tilkynna ráðninguna. Þótt Þórunn Elísabet hefði sótt um starfið og væri þeirra fyrsti kostur er Þórunn ekki búin að ráða sig til stofnunarinnar. Var það svo að Þórunn las það fyrst á Vísi að hún hefði verið ráðin í starfið og kom það henni eðlilega á óvart. Þórunn Elísabet hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2007. Fréttablaðið, Viðskiptablaðið og Kjarninn hafa öll notið starfa hennar þar sem hún er nú aðstoðarritstjóri. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Þórunn er þrítug en með mikla reynslu úr fjölmiðlum.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er rannsóknastofnun á Hugsvísindasviði Háskóla Íslands og rannsóknavettvangur starfsmanna í Mála- og menningardeild. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar er ný alþjóðleg stofnun, sem tók til starfa 20. apríl undir merkjum UNESCO – menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, skv. sérstökum samningi. Starfsemi stofnananna tveggja taka mið af því mikilvægi sem tungumál hafa á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs og af þeirri sannfæringu að kunnátta í erlendum tungumálum og þekking á menningu annarra þjóða sé dýrmæt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Auk þess gegna þýðingar mikilvægu hlutverki í starfseminni. Verkefni stofnananna felast í að rannsaka erlend tungumál og menningu frá fjölmörgum sjónarhornum m.a. menningar, bókmennta og þýðinga auk kennslu, samskipta og notagildis tungumála í atvinnulífi. Áhersla er lögð á að miðla þekkingu á framangreindum fræðasviðum með fyrirlestrahaldi, málþingum, ráðstefnum og útgáfu fræðirita og með sýningum og menningarviðburðum fyrir leika og lærða.Fréttin var uppfærð klukkan 15:53 eftir að í ljós kom að þvert á það sem stóð í bréfi frá stofnuninni til umsækjenda þá hefur ekki verið gengið frá ráðningu Þórunnar í starfið. Ráðningar Tengdar fréttir Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30 Hús erlendra tungumála fær nafn í dag Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun fá nafn í hádeginu í dag. 18. apríl 2017 07:00 Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Vigdísarstofnun, alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, hefur kveðið upp sinn dóm um hvern stofnunin telur best til þess fallin að standa vaktina í hlutverki viðburða- og kynningarstjóra. Starfið var auglýst til umsóknar á dögunum og sóttu 73 um starfið. Í bréfi sem sent var til umsækjenda í dag kom fram að eftir gagngera skoðun umsóknargagna og viðtöl við umsækjendur hafi fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir verið ráðin í starfið. Í framhaldinu kom í ljós að starfsmenn stofnunarinnar voru heldur fljótir til að tilkynna ráðninguna. Þótt Þórunn Elísabet hefði sótt um starfið og væri þeirra fyrsti kostur er Þórunn ekki búin að ráða sig til stofnunarinnar. Var það svo að Þórunn las það fyrst á Vísi að hún hefði verið ráðin í starfið og kom það henni eðlilega á óvart. Þórunn Elísabet hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2007. Fréttablaðið, Viðskiptablaðið og Kjarninn hafa öll notið starfa hennar þar sem hún er nú aðstoðarritstjóri. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Þórunn er þrítug en með mikla reynslu úr fjölmiðlum.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er rannsóknastofnun á Hugsvísindasviði Háskóla Íslands og rannsóknavettvangur starfsmanna í Mála- og menningardeild. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar er ný alþjóðleg stofnun, sem tók til starfa 20. apríl undir merkjum UNESCO – menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, skv. sérstökum samningi. Starfsemi stofnananna tveggja taka mið af því mikilvægi sem tungumál hafa á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs og af þeirri sannfæringu að kunnátta í erlendum tungumálum og þekking á menningu annarra þjóða sé dýrmæt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Auk þess gegna þýðingar mikilvægu hlutverki í starfseminni. Verkefni stofnananna felast í að rannsaka erlend tungumál og menningu frá fjölmörgum sjónarhornum m.a. menningar, bókmennta og þýðinga auk kennslu, samskipta og notagildis tungumála í atvinnulífi. Áhersla er lögð á að miðla þekkingu á framangreindum fræðasviðum með fyrirlestrahaldi, málþingum, ráðstefnum og útgáfu fræðirita og með sýningum og menningarviðburðum fyrir leika og lærða.Fréttin var uppfærð klukkan 15:53 eftir að í ljós kom að þvert á það sem stóð í bréfi frá stofnuninni til umsækjenda þá hefur ekki verið gengið frá ráðningu Þórunnar í starfið.
Ráðningar Tengdar fréttir Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30 Hús erlendra tungumála fær nafn í dag Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun fá nafn í hádeginu í dag. 18. apríl 2017 07:00 Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Sjá meira
Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30
Hús erlendra tungumála fær nafn í dag Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun fá nafn í hádeginu í dag. 18. apríl 2017 07:00
Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00