Barist um miðana á toppslaginn gegn Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 12:06 Blaðamaður var númer 2123 í röðinni þegar klukkan 12:00. Klukkan 12:06 var hann orðinn númer 1808. Skjáskot af Midi.is Áhugi landsmanna á karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er afar mikill sem sást best þegar hleypt var í röðina á Midi.is til að eiga þess kost að kaupa í miða á leikinn gegn Króötum þann 11. júní næstkomandi. Blaðamaður Vísis var á meðal þeirra sem beið eftir að klukkan sló tólf og skellti sér um leið í röðina. Var hann númer 2123 í röðinni og lækkaði talan rólega í framhaldinu. Hver má kaupa fjóra miða á leikinn og hefur hann fimm mínútur til að ganga frá kaupunum. Það borgar sig því fyrir þá sem eru í röðinni að vera þolinmóðir. Ljóst er að færri munu komast að en vilja en margir muna vafalítið vel eftir miðasölunni fyrir síðasta leik Íslands gegn Króatíu í Laugardalnum. Sá leikur var í umspili fyrir HM 2014 en miðasalan hófst um miðja nótt þar sem áhyggjur voru að miðakerfið myndi ekki standast álagið hæfist salan um miðjan dag. Varð uppi fótur og fit í samfélaginu enda margir afar ósáttir þegar þeir vöknuðu að morgni miðasöludagsins og komust að því að allir miðarnir voru búnir fyrir klukkan átta. Leikurinn gegn Króötum er toppslagur í I-riðli undankeppni HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Króatar hafa 13 stig á toppnum en Íslendingar tíu þegar fimm leikir hafa verið spilaðir og undankeppnin hálfnuð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Áhugi landsmanna á karlalandsliði Íslands í knattspyrnu er afar mikill sem sást best þegar hleypt var í röðina á Midi.is til að eiga þess kost að kaupa í miða á leikinn gegn Króötum þann 11. júní næstkomandi. Blaðamaður Vísis var á meðal þeirra sem beið eftir að klukkan sló tólf og skellti sér um leið í röðina. Var hann númer 2123 í röðinni og lækkaði talan rólega í framhaldinu. Hver má kaupa fjóra miða á leikinn og hefur hann fimm mínútur til að ganga frá kaupunum. Það borgar sig því fyrir þá sem eru í röðinni að vera þolinmóðir. Ljóst er að færri munu komast að en vilja en margir muna vafalítið vel eftir miðasölunni fyrir síðasta leik Íslands gegn Króatíu í Laugardalnum. Sá leikur var í umspili fyrir HM 2014 en miðasalan hófst um miðja nótt þar sem áhyggjur voru að miðakerfið myndi ekki standast álagið hæfist salan um miðjan dag. Varð uppi fótur og fit í samfélaginu enda margir afar ósáttir þegar þeir vöknuðu að morgni miðasöludagsins og komust að því að allir miðarnir voru búnir fyrir klukkan átta. Leikurinn gegn Króötum er toppslagur í I-riðli undankeppni HM 2018 sem fram fer í Rússlandi. Króatar hafa 13 stig á toppnum en Íslendingar tíu þegar fimm leikir hafa verið spilaðir og undankeppnin hálfnuð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira